Fótbolti

Búlgörum dæmdir tveir leikir fyrir luktum dyrum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hópur stuðningsmanna Búlgara lét öllum illum látum
Hópur stuðningsmanna Búlgara lét öllum illum látum vísir/getty
Búlgarir þurfa að spila fyrir luktum dyrum og greiða háa sekt eftir kynþáttaníð stuðningsmanna þeirra gegn enska landsliðinu í leik í undankeppni EM 2020 á dögunum.Það þurfti tvisvar að stöðva leik Búlgaríu og Englands á dögunum vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna heimaliðsins.UEFA tók málið fyrir og dæmdi Búlgara í tveggja leikja stuðningsmannabann ásamt því að búlgarska knattspyrnusambandið þarf að greiða 64 þúsund pund í sekt.Annað bannið er þó skilorðsbundið í tvö ár.Málið vakti mikil og reið viðbrögð í Englandi. Enska knattspyrnusambandið segist taka ákvörðun UEFA en talsmaður þess vildi ekki segja til um hvort þeim findist refsingin viðunandi.Kick It Out samtökin segjast hins vegar vonsvikin við niðurstöðuna og FARE (e. Football Against Racism in Europe) sögðu að Búlgörum hefði átt að vera hent úr keppni.„Við fögnum því hversu hratt UEFA afgreiddi málið en erum vonsvikin yfir því að Búlgarir voru ekki dæmdir úr keppni,“ sagði framkvæmdarstjóri samtakanna, Piara Powar.Rhian Brewster, leikmaður Liverpool og U19 ára liðs Englands, segir niðurstöðuna skammarlega.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.