Skoðun

Mig langaði til að deyja

Anna Claessen skrifar
Mig langaði að deyja!

Mig langaði ekki að drepa mig en mig langaði til að deyjaÉg var í kulnun. 

Ég missti minnið og alla orku. Ég hafði ekki löngun til að gera neitt.

Ég hef fengið þunglyndiskast en aldrei svona slæmt áður. 

Ég gat ekki hætt að gráta. 

Ég sá ekki tilganginn. 

Ég fann ekki fyrir væntumþykju. 

Ég reyndi og reyndi en ekkert gekk.

Það var allt svo erfitt!

Ég var með heimili, starf, fjölskyldu og vini en ég var dauðþreytt á líkama og sál.Ég fór til sálfræðings sem benti mér á að leita til heimilislæknis, fékk lyf og beiðni a Virk og fékk þar greiningu að það þurfti að senda mig á hvíta bandið. 12 mánaða bið. Þau útskrifuðu mig samt. 

Engin ráð, enginn bæklingur með lausnum, ekkert!

Það á aldrei að senda fólk tómhent heim!!!!!Ég er þrautseig svo ég leitaði ráða. Ég fór í Geðhjálp, Stígamót, Hlutverkasetur, o.s.frv. Þá fann ég Hugarafl.Hugarafl bjargaði lífi mínu

Enginn biðtími, ekki leyfi eða tilvísun til að komast inn. 

Ég fékk lánaða von. 

Ég fékk að vera mannvera, finna til og það var í lagi.Við getum náð bata. Við erum ekki á þessum stað að eilífu.Kulnun var þess vegna það besta sem kom fyrir mig. 

Ég fann lausnir. Ég fann fólk eins og mig. Ég fékk vonina og trúna, ást og umhyggju. Ég fékk orku. Í kulnun var ég bara með x mikla orku og ég þurfti að líta á líf mitt og sjá hvað gaf og tók frá mér orku og fór loksins að lifa lífinu út frá mér og búa mér til mitt draumalíf.Í dag er alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn.Við fögnum í Salnum kl. 17:00 í dag með fyrirlestrum og skemmtiatriðum.Ég vil þakka öllum þeim sem vinna við geðheilbrigðismál og sérstaklega öll samtökin sem eru að bjarga mannslífum með að vera til. Þau skipta höfuðmáli!Ef þér líður illa, mundu

Þú ert ekki einn / Þú ert ekki ein

Þú ert elskaður / Þú ert elskuð

Það koma betri tímar!

Tengd skjöl
Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.