Handbolti

Jafnt í Kórnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
HK náði í stig á heimavelil gegn sterku liði ÍBV.
HK náði í stig á heimavelil gegn sterku liði ÍBV. VÍSIR/vilhelm

HK og ÍBV gerðu 29-29 jafntefli í 4. umferð Olís-deildar kvenna er liðin mættust í Kórnum í dag.

Eyjastúlkur voru tveimur mörkum yfir, 17-15, er liðin gengu til búningsherbergja en eftir spennandi lokamínútur skildu liðin jöfn.

Kristín Guðmundsdóttir jafnaði metin á síðustu mínútu leiksins með sínu fyrsta marki í leiknum og lokatölur 29-29.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir gerðu fimm mörk hvor fyrir HK en Ester Óskarsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Eyjastúlkur.

Bæði lið eru því áfram með þrjú stig í 5. til 6. sæti deildarinnar eftir fjóra leiki.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.