Handbolti

Jafnt í Kórnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
HK náði í stig á heimavelil gegn sterku liði ÍBV.
HK náði í stig á heimavelil gegn sterku liði ÍBV. VÍSIR/vilhelm
HK og ÍBV gerðu 29-29 jafntefli í 4. umferð Olís-deildar kvenna er liðin mættust í Kórnum í dag.Eyjastúlkur voru tveimur mörkum yfir, 17-15, er liðin gengu til búningsherbergja en eftir spennandi lokamínútur skildu liðin jöfn.Kristín Guðmundsdóttir jafnaði metin á síðustu mínútu leiksins með sínu fyrsta marki í leiknum og lokatölur 29-29.Jóhanna Margrét Sigurðardóttir og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir gerðu fimm mörk hvor fyrir HK en Ester Óskarsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Eyjastúlkur.Bæði lið eru því áfram með þrjú stig í 5. til 6. sæti deildarinnar eftir fjóra leiki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.