Handbolti

Selfoss úr leik eftir annað tap gegn Malmö

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukur Þrastarson gerði átta mörk í kvöld.
Haukur Þrastarson gerði átta mörk í kvöld. vísir/vilhelm

Selfoss er úr leik í EHF-bikarnum eftir að hafa tapað öðru sinni gegn sænska liðinu, HK Malmö, en liðin mættust á Selfossi í kvöld.

Selfoss tapaði fyrri leiknum með sex marka mun og því ljóst að erfitt verkefni beið Selfyssinga í kvöld.

Þeir leiddu þó 16-14 í hálfleik og voru á lífi fyrir síðari hálfleikinn en þeir sænsku voru sterkari í síðari hálfleik. Þeir höfðu betur að endingu 31-29.

Haukur Þrastarson var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Selfyssingum en hann skoraði átta mörk úr ellefu skotum.

Guðni Ingvarsson kom næstur með sjö mörk og Hergeir Grímsson gerði sex mörk.

Bæði FH og Selfoss eru því úr leik í EHF-bikarnum en FH tapaði fyrr í dag fyrir Arendal frá Noregi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.