Handbolti

Aron hafði betur gegn Sigvalda

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hafnfirðingurinn skoraði þrjú mörk í dag.
Hafnfirðingurinn skoraði þrjú mörk í dag. vísir/getty

Barcelona lenti ekki í miklum vandræðum með norska liðið Elverum er liðin mættust í Íslendingaslag í Meistaradeildinni í dag.

Börsungar voru 15-12 yfir í hálfleik og unnu að endingu með níu marka mun, 33-24.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum en markahæstur Börsunga var Luka Cindric með sjö mörk úr sjö skotum.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum fyrir norska liðið.

Barcelona er því með sex stig í öðru sæti riðilsins en Elverum er án stiga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.