Handbolti

Arnór Þór skoraði þrjú mörk í tapi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnór Þór Gunnarsson
Arnór Þór Gunnarsson vísir/DHB

Íslenski landsliðsmaðurinn Arnór Þór Gunnarsson var í eldlínunni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag þegar lið hans, Bergischer, heimsótti Fuchse Berlin.

Nokkuð jafnræði var með liðunum stærstan hluta leiksins en heimamenn leiddu með einu marki í leikhléi, 12-11. Berlínarrefirnir sigldu svo fram úr á lokakafla leiksins og unnu að lokum þriggja marka sigur, 27-24.

Arnór Þór skoraði 3 mörk úr 5 skotum en Hans Lindberg var markahæstur hjá Fuchse Berlin með 6 mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.