Enski boltinn

Tim Howard valdi Roy Keane fram yfir Cristiano Ronaldo í valinu á besta samherjanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tim Howard og Roy Keane á liðsmynd Man. Utd.
Tim Howard og Roy Keane á liðsmynd Man. Utd. vísir/getty
RoyKeane er besti samherji sem Tim Howard hafði á ferlinum en þeir léku saman hjá Manchester United.Howard lagði hanskana á hilluna á dögunum og var því í tilefni þess í viðtali við ESPN um ferilinn.Bandaríkjamaðurinn lék með Man. Utd frá 2003 til 2006 en hann kom þangað 22 ára gamall. Hann endaði á að leika 77 leiki fyrir félagið.Þegar hann var spurður út í besta samherjann var líklegast að hann kæmi úr herbúðum Man. Utd þar sem það var stærsta liðið sem markvörðurinn lék með.„Ég spilaði með svo mörgum frábærum leikmönnum og leiðtogum á ferli mínum en það var enginn betri en Roy Keane þegar ég var hjá Manchester United,“ sagði Howard við ESPN.

Howard gat valið úr mörgum leikmönnum. Ryan Giggs, Ruud van Nistelrooy, Rio Ferdinand, Wayne Rooney, Gerard Pique, Paul Scholes og Cristiano Ronaldo voru á meðal þeirra sem komu til greina en Keane var hlutskarpastur.„Hann var erfiðasti gaur sem ég hef hitt. Hann var stórkostlegur. Hann kenndi mér seiglu og að gefast aldrei upp. Ég lærði svo mikið af honum og notaði það restina af ferlinum til þess að koma því sem hann hafði að segja til næstu kynslóðar.“„Ef ég gæti farið aftur til ársins 2003 myndi ég segja stressaða 24 ára stráknum sem var að fljúga til Englands til að spila fyrir Man. United, eitt stærsta félag heims, að slaka aðeins á.“Frá United fór hann til Everton og svo til Bandaríkjanna þar sem hann lék með Colorado Rapids en nú eru skórnir farnir á hilluna.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.