Bylting á skólastarfi Kolbrún Baldursdóttir skrifar 15. október 2019 14:45 Samfélagið er mikið til skipulagt á þann veg að vinna og skóli hefjist um klukkan 8 á morgnana. Það er þó ekkert heilagt við það frekar en annað. Því verður velt upp á fundi borgarstjórnar í dag hvort fleiri skólar eru hugsanlega tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu kl. 9:00. Flokkur fólksins leggur fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar eigi samtal við skólasamfélagið í Reykjavík með það að markmiði að leita að fleiri skólum sem eru tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu klukkan 9:00. Vissulega felst hagkvæmni í því að allir hefji daginn á sama tíma. Hefjist kennsla kl. 9:00 kann ákveðinn vandi að skapast hjá einhverjum foreldrum yngri barna sem þurfa sjálfir að mæta í vinnu kl. 8:00. Hann væri þó hægt að leysa með því að bjóða upp á morgungæslu milli kl. 8:00 og 9:00 fyrir þau börn sem þess þurfa. Einhverjir skólar hafa nú þegar seinkað skólabyrjun og skólastjórnendur segja reynsluna góða. Börnin komi hressari í skólann og séu virkari. Það sé rólegra yfirbragð á nemendum og kennarar upplifi minna álag. Þá stuðlar slík breyting einnig að auknu öryggi nemenda á ferð sinni til skóla ef þeir ferðast við bjartari skilyrði. Seinkun/breyting á upphafi vinnutíma kennara gæti einnig dregið úr umferðarálagi í borginni á háannatíma. Ef kennsla hefst kl. 9:00 þá gefst þeim kennurum sem vilja, ráðrúm til þess að skipuleggja kennsludaginn í stað þess að þurfa að hefja kennslu um leið og vinna hefst á morgnana. Mikilvægt er að kanna viðhorf foreldra, kennara og nemenda til seinkunar skólabyrjunar og athuga hvort leita þurfi lausna til að samrýma seinkun skólabyrjunar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna eftir skóla. Einnig þarf að leita leiða til að stytta vinnutíma kennara að kennslu lokinni. Það er því að mörgu að huga og því full ástæða til að hefja vinnuna sem fyrst. Það er mat flestra þeirra sem starfa í skólum sem hefja kennslu seinna að seinkunin hafi leitt til byltingar á skólastarfinu. Það er því full ástæða til að skóla og frístundarsvið kanni með markvissum hætti hvort fleiri skólar sýna áhuga á að hefja skóladaginn kl. 9:00.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samfélagið er mikið til skipulagt á þann veg að vinna og skóli hefjist um klukkan 8 á morgnana. Það er þó ekkert heilagt við það frekar en annað. Því verður velt upp á fundi borgarstjórnar í dag hvort fleiri skólar eru hugsanlega tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu kl. 9:00. Flokkur fólksins leggur fram tillögu þess efnis að skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar eigi samtal við skólasamfélagið í Reykjavík með það að markmiði að leita að fleiri skólum sem eru tilbúnir að seinka skólabyrjun og hefja kennslu klukkan 9:00. Vissulega felst hagkvæmni í því að allir hefji daginn á sama tíma. Hefjist kennsla kl. 9:00 kann ákveðinn vandi að skapast hjá einhverjum foreldrum yngri barna sem þurfa sjálfir að mæta í vinnu kl. 8:00. Hann væri þó hægt að leysa með því að bjóða upp á morgungæslu milli kl. 8:00 og 9:00 fyrir þau börn sem þess þurfa. Einhverjir skólar hafa nú þegar seinkað skólabyrjun og skólastjórnendur segja reynsluna góða. Börnin komi hressari í skólann og séu virkari. Það sé rólegra yfirbragð á nemendum og kennarar upplifi minna álag. Þá stuðlar slík breyting einnig að auknu öryggi nemenda á ferð sinni til skóla ef þeir ferðast við bjartari skilyrði. Seinkun/breyting á upphafi vinnutíma kennara gæti einnig dregið úr umferðarálagi í borginni á háannatíma. Ef kennsla hefst kl. 9:00 þá gefst þeim kennurum sem vilja, ráðrúm til þess að skipuleggja kennsludaginn í stað þess að þurfa að hefja kennslu um leið og vinna hefst á morgnana. Mikilvægt er að kanna viðhorf foreldra, kennara og nemenda til seinkunar skólabyrjunar og athuga hvort leita þurfi lausna til að samrýma seinkun skólabyrjunar við íþrótta- og tómstundaiðkun barna eftir skóla. Einnig þarf að leita leiða til að stytta vinnutíma kennara að kennslu lokinni. Það er því að mörgu að huga og því full ástæða til að hefja vinnuna sem fyrst. Það er mat flestra þeirra sem starfa í skólum sem hefja kennslu seinna að seinkunin hafi leitt til byltingar á skólastarfinu. Það er því full ástæða til að skóla og frístundarsvið kanni með markvissum hætti hvort fleiri skólar sýna áhuga á að hefja skóladaginn kl. 9:00.Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar