Samráð um stjórnarskrá Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2019 07:00 Þarf nokkuð að endurskoða stjórnarskrána? spurði mig maður um daginn, eftir að ný skoðanakönnun um afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar birtist í fjölmiðlum. Skoðanakönnunin er liður í nýrri leið við almenningssamráð sem er mikilvægur hluti af vinnu formanna stjórnmálaflokkanna á þingi við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Könnunin er annars vegar sjálfstæð vísbending um viðhorf almennings til ýmissa hluta sem tengjast stjórnarskrá. Hins vegar undanfari svokallaðs rökræðufundar sem haldinn verður 9.-10. nóvember með þátttöku almennings hvaðanæva af landinu. Í upphafi þessa kjörtímabils óskaði ég eftir því við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi að við ynnum saman að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Verkinu var skipt upp í áfanga og miðað við að byggt yrði á þeirri umfangsmiklu vinnu sem unnin hefur verið síðustu ár og áratugi. Í því samhengi skiptir miklu að fá skýra mynd og skilning á viðhorfi almennings en nýjar aðferðir í almenningssamráði voru einnig hluti af þessari áætlun. Ég bind vonir við að þær muni ekki aðeins skila uppbyggilegum niðurstöðum inn í vinnuna við endurskoðun stjórnarskrárinnar heldur einnig geta reynst vera aðferðafræði sem má viðhafa víðar í opinberri stefnumótun. Almenningssamráð snýst ekki eingöngu um að birta frumvörp á veraldarvefnum eða halda þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök atriði sem má kalla hvorn sinn enda almannasamráðs. Á því litrófi eru hins vegar margar aðferðir og mikilvægt að Alþingi og stjórnvöld nýti sér þær, ekki síst við úrlausn mikilvægra mála, eins og til dæmis við stjórnarskrárbreytingar. Í skoðanakönnuninni kom í ljós að 37% svarenda væru ánægð með stjórnarskrána en 27% óánægð. 36% voru hvorki ánægð né óánægð. Það breytir því ekki að ríkur vilji er til að endurskoða stjórnarskrána. Þannig kemur í ljós að 90% svarenda telja mikla þörf á stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign, 84% telja mikla þörf á ákvæði um umhverfisvernd og 70% telja þörf á nýjum ákvæðum um þjóðarfrumkvæði og íslenska tungu. Þannig að ég svaraði manninum með afdráttarlausu já-i! En könnunin sjálf er einungis fyrsta skref í umfangsmeiri rannsókn. Ætlunin er að virkja nýjar aðferðir við almenningssamráð með rökræðufundinum sem áður var nefndur. Þar mun fólk geta átt samræður við sérfræðinga og aðra um ýmis stjórnarskrártengd málefni og er ætlunin síðan að meta hvort þær samræður breyta skoðunum eða viðhorfum fólks í viðkomandi máli. Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings og dýpri skilning á því hvað ræður því, til dæmis af hverju fólk sem er ánægt með stjórnarskrána sýnir einnig ríkan vilja til að endurskoða hana. Stjórnvöld víða um heim hafa nýtt þessa aðferðafræði með góðum árangri og þar er nærtækasta dæmið frá nágrönnum okkar í Írlandi sem héldu slíkan rökræðufund í aðdraganda breytinga á þungunarrofslöggjöf. Almenningssamráðið er skipulagt í samstarfi við fræðifólk í Háskóla Íslands. Því til viðbótar hefur Háskólinn ákveðið að standa fyrir svokallaðri lýðvistun í samstarfi við Betra Ísland þar sem allir sem áhuga hafa geta komið sjónarmiðum á framfæri um ýmis stjórnarskrártengd málefni sem síðan verða nýtt á rökræðufundinum. Samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður stjórnarskrá ekki breytt nema þannig að Alþingi samþykki breytingarnar, boðað sé til kosninga, og nýtt Alþingi staðfesti breytingarnar. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að sem breiðastri samstöðu alþingismanna um breytingar á stjórnarskrá. Stjórnmálin skulda almenningi löngu tímabærar breytingar á þessu grundvallarplaggi og það er skylda okkar að leggja okkur öll fram við að ljúka þeirri vinnu með sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Þarf nokkuð að endurskoða stjórnarskrána? spurði mig maður um daginn, eftir að ný skoðanakönnun um afstöðu almennings til stjórnarskrárinnar birtist í fjölmiðlum. Skoðanakönnunin er liður í nýrri leið við almenningssamráð sem er mikilvægur hluti af vinnu formanna stjórnmálaflokkanna á þingi við heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Könnunin er annars vegar sjálfstæð vísbending um viðhorf almennings til ýmissa hluta sem tengjast stjórnarskrá. Hins vegar undanfari svokallaðs rökræðufundar sem haldinn verður 9.-10. nóvember með þátttöku almennings hvaðanæva af landinu. Í upphafi þessa kjörtímabils óskaði ég eftir því við formenn allra stjórnmálaflokka á Alþingi að við ynnum saman að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á tveimur kjörtímabilum. Verkinu var skipt upp í áfanga og miðað við að byggt yrði á þeirri umfangsmiklu vinnu sem unnin hefur verið síðustu ár og áratugi. Í því samhengi skiptir miklu að fá skýra mynd og skilning á viðhorfi almennings en nýjar aðferðir í almenningssamráði voru einnig hluti af þessari áætlun. Ég bind vonir við að þær muni ekki aðeins skila uppbyggilegum niðurstöðum inn í vinnuna við endurskoðun stjórnarskrárinnar heldur einnig geta reynst vera aðferðafræði sem má viðhafa víðar í opinberri stefnumótun. Almenningssamráð snýst ekki eingöngu um að birta frumvörp á veraldarvefnum eða halda þjóðaratkvæðagreiðslur um einstök atriði sem má kalla hvorn sinn enda almannasamráðs. Á því litrófi eru hins vegar margar aðferðir og mikilvægt að Alþingi og stjórnvöld nýti sér þær, ekki síst við úrlausn mikilvægra mála, eins og til dæmis við stjórnarskrárbreytingar. Í skoðanakönnuninni kom í ljós að 37% svarenda væru ánægð með stjórnarskrána en 27% óánægð. 36% voru hvorki ánægð né óánægð. Það breytir því ekki að ríkur vilji er til að endurskoða stjórnarskrána. Þannig kemur í ljós að 90% svarenda telja mikla þörf á stjórnarskrárákvæði um auðlindir í þjóðareign, 84% telja mikla þörf á ákvæði um umhverfisvernd og 70% telja þörf á nýjum ákvæðum um þjóðarfrumkvæði og íslenska tungu. Þannig að ég svaraði manninum með afdráttarlausu já-i! En könnunin sjálf er einungis fyrsta skref í umfangsmeiri rannsókn. Ætlunin er að virkja nýjar aðferðir við almenningssamráð með rökræðufundinum sem áður var nefndur. Þar mun fólk geta átt samræður við sérfræðinga og aðra um ýmis stjórnarskrártengd málefni og er ætlunin síðan að meta hvort þær samræður breyta skoðunum eða viðhorfum fólks í viðkomandi máli. Markmiðið er þannig að fá betri mynd af viðhorfi almennings og dýpri skilning á því hvað ræður því, til dæmis af hverju fólk sem er ánægt með stjórnarskrána sýnir einnig ríkan vilja til að endurskoða hana. Stjórnvöld víða um heim hafa nýtt þessa aðferðafræði með góðum árangri og þar er nærtækasta dæmið frá nágrönnum okkar í Írlandi sem héldu slíkan rökræðufund í aðdraganda breytinga á þungunarrofslöggjöf. Almenningssamráðið er skipulagt í samstarfi við fræðifólk í Háskóla Íslands. Því til viðbótar hefur Háskólinn ákveðið að standa fyrir svokallaðri lýðvistun í samstarfi við Betra Ísland þar sem allir sem áhuga hafa geta komið sjónarmiðum á framfæri um ýmis stjórnarskrártengd málefni sem síðan verða nýtt á rökræðufundinum. Samkvæmt gildandi stjórnarskrá verður stjórnarskrá ekki breytt nema þannig að Alþingi samþykki breytingarnar, boðað sé til kosninga, og nýtt Alþingi staðfesti breytingarnar. Þess vegna er svo mikilvægt að vinna að sem breiðastri samstöðu alþingismanna um breytingar á stjórnarskrá. Stjórnmálin skulda almenningi löngu tímabærar breytingar á þessu grundvallarplaggi og það er skylda okkar að leggja okkur öll fram við að ljúka þeirri vinnu með sóma.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun