Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 9. maí 2025 08:01 Grein rituð í tilefni Evrópudagsins, 9. maí Evrópudagurinn, sem haldinn er hátíðlegur 9. maí ár hvert, minnir okkur á mikilvægi samstöðu og samvinnu í Evrópu. Þann dag árið 1950 lagði franski utanríkisráðherrann Robert Schuman fram tillögu um sameiginlegt kol- og stálbandalag Evrópuríkja — sem varð upphafið að því sem síðar þróaðist í Evrópusambandið. Tillagan kom aðeins degi eftir að Evrópubúar minntust vopnahlésins sem batt enda á síðari heimsstyrjöldina í álfunni þann 8. maí 1945. Það er því engin tilviljun að Evrópudagurinn og friðarminningin haldast í hendur: markmið sambandsins frá upphafi hefur verið að koma í veg fyrir frekari styrjaldir í Evrópu. Ísland hefur hingað til ekki tekið þátt sem aðildarríki Evrópusambandsins, en hefur þó notið ávinnings af samstarfinu í gegnum EES-samninginn. Samningurinn tryggir Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB — en á sama tíma felur hann í sér að við tökum við reglugerðum og tilskipunum án þess að eiga aðkomu að mótun þeirra. Það fyrirkomulag hefur aldrei verið fyllilega lýðræðislegt, eins og vel er tíundað í umfangsmikilli skýrslu norskra stjórnvalda frá því í fyrra, en Noregur er í sömu stöðu og við. Nú liggur fyrir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB eigi síðar en árið 2027. Það skapar einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um framtíðarsamband okkar við Evrópu. Í gegnum EES hefur Ísland tekið upp þorra þeirra reglna sem gilda á innri markaði ESB og hefur verið býsna breið samstaða á þingi og meðal aðila vinnumarkaðarins um að þær hafi reynst okkur vel. Þær ná meðal annars til fjármála, samkeppnismála og neytendaverndar. En við höfum engin formleg áhrif á mótun þessara reglna. Með aðild að ESB myndi Ísland öðlast rödd innan stofnana sambandsins — í ráðherraráði, á Evrópuþinginu og innan framkvæmdastjórnarinnar. Þar gæti Ísland varið hagsmuni sína af meiri festu en hingað til hefur verið unnt og að sama skapi lagt til þekkingu sína og reynslu á þeim sviðum sem hún er til staðar. Ísland býr að öflugu atvinnulífi og að mörgu leiti sterkum samfélagslegum innviðum. En sveiflukenndur gjaldmiðill og háir vextir hafa verið þrálátur fylgifiskur íslensks efnahagslífs. Aðild að myntbandalagi Evrópu myndi ekki leysa öll vandamál, en gæti veitt traustari undirstöður í íslensku efnahagslífi, aukið fyrirsjáanleika og eflt stöðugleika til lengri tíma. Heimsmyndin hefur líka breyst mjög hratt. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur endurvakið skilning Evrópuríkja á mikilvægi samstöðu. Ísland hefur notið góðs af aðildinni að NATO, þegar horft er til öryggis- og varnarmála, en ESB hefur á sama tíma byggt upp samstarf á sviði netöryggis, borgaralegra varna og stefnumörkunar í öryggismálum. Smáríki geta haft áhrif þar sem stofnanir virka og samráð ríkir — að því gefnu að þau séu við borðið. Það er ekki rétt að aðild að Evrópusambandinu þýði að Ísland glati fullveldi sínu. Aðildarríki halda sínu fullveldi og menningarlegri sérstöðu, eða hver getur haldið því fram í fullri alvöru að Svíþjóð og Danmörk, Frakkland og Spánn séu ekki fullvalda ríki? En þau taka sameiginlega ábyrgð á framtíð álfunnar. Að vera fullgildur þátttakandi í slíku samstarfi er ekki veikleiki — heldur staðfesting á trausti á eigin getu. Í tilefni Evrópudagsins og í ljósi þess að nú hillir undir þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarsamstarf Íslands við ESB, er tímabært að ræða þessa vegferð af yfirvegun og alvöru. Evrópusambandið hefur ásamt NATO stuðlað að friði í álfunni í 80 ár. Ísland getur orðið virkur þátttakandi í því samstarfi — ekki sem áhorfandi eins og hingað til, heldur sem fullgildur aðili með eigin rödd. Höfum við sjálfstraust til þess? Framtíðin er í okkar höndum. Spurningin er ekki hvort við séum Evrópuríki — heldur hvers konar Evrópuríki við viljum vera. Höfundur er Íslendingur og Evrópubúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Grein rituð í tilefni Evrópudagsins, 9. maí Evrópudagurinn, sem haldinn er hátíðlegur 9. maí ár hvert, minnir okkur á mikilvægi samstöðu og samvinnu í Evrópu. Þann dag árið 1950 lagði franski utanríkisráðherrann Robert Schuman fram tillögu um sameiginlegt kol- og stálbandalag Evrópuríkja — sem varð upphafið að því sem síðar þróaðist í Evrópusambandið. Tillagan kom aðeins degi eftir að Evrópubúar minntust vopnahlésins sem batt enda á síðari heimsstyrjöldina í álfunni þann 8. maí 1945. Það er því engin tilviljun að Evrópudagurinn og friðarminningin haldast í hendur: markmið sambandsins frá upphafi hefur verið að koma í veg fyrir frekari styrjaldir í Evrópu. Ísland hefur hingað til ekki tekið þátt sem aðildarríki Evrópusambandsins, en hefur þó notið ávinnings af samstarfinu í gegnum EES-samninginn. Samningurinn tryggir Íslandi aðgang að sameiginlegum markaði ESB — en á sama tíma felur hann í sér að við tökum við reglugerðum og tilskipunum án þess að eiga aðkomu að mótun þeirra. Það fyrirkomulag hefur aldrei verið fyllilega lýðræðislegt, eins og vel er tíundað í umfangsmikilli skýrslu norskra stjórnvalda frá því í fyrra, en Noregur er í sömu stöðu og við. Nú liggur fyrir í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að stefnt skuli að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort taka eigi upp þráðinn í aðildarviðræðum við ESB eigi síðar en árið 2027. Það skapar einstakt tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að taka upplýsta og yfirvegaða ákvörðun um framtíðarsamband okkar við Evrópu. Í gegnum EES hefur Ísland tekið upp þorra þeirra reglna sem gilda á innri markaði ESB og hefur verið býsna breið samstaða á þingi og meðal aðila vinnumarkaðarins um að þær hafi reynst okkur vel. Þær ná meðal annars til fjármála, samkeppnismála og neytendaverndar. En við höfum engin formleg áhrif á mótun þessara reglna. Með aðild að ESB myndi Ísland öðlast rödd innan stofnana sambandsins — í ráðherraráði, á Evrópuþinginu og innan framkvæmdastjórnarinnar. Þar gæti Ísland varið hagsmuni sína af meiri festu en hingað til hefur verið unnt og að sama skapi lagt til þekkingu sína og reynslu á þeim sviðum sem hún er til staðar. Ísland býr að öflugu atvinnulífi og að mörgu leiti sterkum samfélagslegum innviðum. En sveiflukenndur gjaldmiðill og háir vextir hafa verið þrálátur fylgifiskur íslensks efnahagslífs. Aðild að myntbandalagi Evrópu myndi ekki leysa öll vandamál, en gæti veitt traustari undirstöður í íslensku efnahagslífi, aukið fyrirsjáanleika og eflt stöðugleika til lengri tíma. Heimsmyndin hefur líka breyst mjög hratt. Innrás Rússlands í Úkraínu hefur endurvakið skilning Evrópuríkja á mikilvægi samstöðu. Ísland hefur notið góðs af aðildinni að NATO, þegar horft er til öryggis- og varnarmála, en ESB hefur á sama tíma byggt upp samstarf á sviði netöryggis, borgaralegra varna og stefnumörkunar í öryggismálum. Smáríki geta haft áhrif þar sem stofnanir virka og samráð ríkir — að því gefnu að þau séu við borðið. Það er ekki rétt að aðild að Evrópusambandinu þýði að Ísland glati fullveldi sínu. Aðildarríki halda sínu fullveldi og menningarlegri sérstöðu, eða hver getur haldið því fram í fullri alvöru að Svíþjóð og Danmörk, Frakkland og Spánn séu ekki fullvalda ríki? En þau taka sameiginlega ábyrgð á framtíð álfunnar. Að vera fullgildur þátttakandi í slíku samstarfi er ekki veikleiki — heldur staðfesting á trausti á eigin getu. Í tilefni Evrópudagsins og í ljósi þess að nú hillir undir þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíðarsamstarf Íslands við ESB, er tímabært að ræða þessa vegferð af yfirvegun og alvöru. Evrópusambandið hefur ásamt NATO stuðlað að friði í álfunni í 80 ár. Ísland getur orðið virkur þátttakandi í því samstarfi — ekki sem áhorfandi eins og hingað til, heldur sem fullgildur aðili með eigin rödd. Höfum við sjálfstraust til þess? Framtíðin er í okkar höndum. Spurningin er ekki hvort við séum Evrópuríki — heldur hvers konar Evrópuríki við viljum vera. Höfundur er Íslendingur og Evrópubúi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun