Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 8. maí 2025 07:33 Staða sjávarútvegs á Íslandi er enn og aftur orðin að bitbeini. Að þessu sinni vegna frumvarps um tvöföldun á veiðigjaldi sem ríkisstjórn hefur gert að forgangsmáli. Enn hafa engar greiningar verið lagðar fram um áhrifin af þeirri tvöföldun. Umræða um sjávarútveg er sjálfsögð, eðlileg og nauðsynleg – enda snýst hún um nýtingu sameiginlegra auðlinda. Því er mikilvægt að umræðan byggist á staðreyndum og gögnum. Stjórnarliðar nota gildishlaðin orð í umræðunni og höfða til skynjunar fólks en forðast að ræða málið á hlutlægum nótum. Þegar gripið er til talna eru þær oft settar fram samhengislaust. Því er nauðsynlegt að bregðast öðru hvoru við. Heilbrigður vöxtur eigin fjár Því er stundum haldið fram að feiknavöxtur hafi orðið á eigin fé sjávarútvegsfyrirtækja og það sagt hafa bólgnað út. Það er rangt. Þó er rétt að staldra við og spyrja; er vöxtur á eigin fé í sjávarútvegi einsdæmi þegar horft er til annarra geira viðskiptahagkerfisins, er hann langtum meiri en finna má í öðrum atvinnugreinum? Hér er ekki fullnægjandi að segja „mér finnst“, það verður að glöggva sig á tölunum. Ef aukning á eigin fé í sjávarútvegi er skoðuð í samhengi við atvinnulífið almennt kemur í ljós að hún hefur vaxið í svipuðum takti á liðnum tuttugu árum. Það er því ekki hægt að halda því fram að vöxturinn sé óvenjulegur eða úr takti við aðrar atvinnugreinar. Myndin hér að neðan, sem byggist á gögnum Hagstofu Íslands, sýnir þetta vel. Arðsemi og áhætta Hvað með hagnaðinn, er hann fram úr öllu hófi? Hér er ekki fullnægjandi að segja um hagnað; „mér finnst þetta há tala og þess vegna er hagnaðurinn mikill.“ Þegar metin er arðsemi er mikilvægt að setja hana í samhengi. Sjávarútvegur starfar í tiltölulega óstöðugu rekstrarumhverfi. Greinin er háð sveiflum í stærð fiskistofna, sviptingum í alþjóðahagkerfinu og breytingum á rekstrarumhverfi – til dæmis vegna aukinna skatta og gjalda, líkt og nú er rætt um. Þetta síðastnefnda er hin pólitíska áhætta, sem einhverjum stjórnmálamönnum virðist þykja brýnt að sé ávallt viðvarandi. Allt hefur þetta áhrif á rekstrargrundvöll fyrirtækjanna og óvissa krefst þess að þau búi yfir traustum fjárhagsgrunni og sveigjanleika í rekstri. Að öðrum kosti er snúið að takast á við hana. Arðsemi verður að haldast í hendur við óvissu sem fylgir rekstrinum. Fjárfestar meta ávöxtun út frá áhættu og gera þá kröfu að hún endurspegli óvissuna sem felst í rekstrinum. Ef arðsemi í sjávarútvegi stendur ekki undir þeirri kröfu leitar fjármagnið annað – í greinar þar sem áhættan er minni eða ávöxtun hærri. Meðalarðsemi fyrirtækja í sjávarútvegi hefur verið um 10% á undanförnum árum. Það telst mjög hóflegt í ljósi þeirra áhættu sem greinin býr við. Til samanburðar má nefna að leyfð arðsemi Landsnets, einokunarfyrirtækis í eigu ríkisins sem býr við traust rekstrarumhverfi, hefur að meðaltali verið 8,5% síðastliðinn áratug. Það er sem sagt viðmið ríkisins sjálfs fyrir fyrirtæki sem býr við litla áhættu og afar takmarkaða samkeppni. Á mannamáli má segja að hvatinn til að fjárfesta í sjávarútvegi – þar sem arðsemi er 10% en áhættan mikil – sé lítill þegar hægt er að fá örugga 8,5% ávöxtun. Því má svo bæta við að nú um stundir bjóða bankarnir ríflega 7% vexti á innlánsreikningum. Þegar litið er til annarra atvinnugreina sést að arðsemi í sjávarútvegi er sambærileg því sem gengur og gerist í atvinnulífinu. Fjárfestingar í forgrunni Fjárfestingar í sjávarútvegi eru ekki tilkomnar í tómarúmi og þær hafa verið umfangsmiklar á umliðnum árum. Fyrirtækin hafa meðal annars fjárfest í nýjum og hagkvæmari skipum, sem hafa spilað lykilhlutverk í því að draga úr olíunotkun fiskiskipa, í hátæknivinnslum sem hafa gert þeim kleift að nýta afurðir betur og í sölu- og markaðsstarfi til að standast alþjóðlega samkeppni. Gögn um fjárfestingar og hagnað í sjávarútvegi staðfesta metnað greinarinnar til að styðja við aukna framleiðni og verðmætasköpun í greininni. Á tímabilinu 2014-2023 nam fjárfesting að meðaltali um 61% af hagnaði fyrir skatt og fór hæst í 157% árið 2017. Fjárfestingar hafa gert það að verkum að meiri þjóðhagsleg verðmæti fást úr auðlindinni. Þær eru nauðsynlegar til að bregðast við óskum kaupenda og til þess að íslenskur sjávarútvegur standist samkeppni á alþjóðlegum markaði. Það vill stundum gleymast að 98% af íslensku sjávarfangi eru seld þar og samkeppnin er hörð. Arðgreiðslur almennt lægri í sjávarútvegi Að lokum er rétt að minnast á arðgreiðslur. Staðreyndin er sú að arðgreiðsluhlutfall í sjávarútvegi, það er arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði, hefur verið töluvert lægra í sjávarútvegi en almennt í viðskiptahagkerfinu. Á síðustu tíu árum hafa arðgreiðslur í sjávarútvegi að jafnaði numið um 35% af hagnaði, á meðan hlutfallið hefur verið um 41% í viðskiptahagkerfinu. Málefnaleg umræða skiptir sköpum Tölurnar sem hér hafa verið lagðar fram eru öllum aðgengilegar í opinberum gögnum Hagstofu Íslands. Þær sýna að rekstur í sjávarútvegi byggist ekki á óeðlilegum arði heldur heilbrigðum rekstri sem býr við mikla áhættu og stöðuga fjárfestingarþörf. Þegar rætt er um veigamiklar breytingar á rekstrargrundvelli heillar atvinnugreinar skiptir máli að umræðan sé grundvölluð á staðreyndum. Við höfum borið gæfu til þess að byggja upp öflugan og arðbæran sjávarútveg – og það er ekki sjálfgefið. Íslenskur sjávarútvegur er einn fárra í heiminum sem leggur mjög ríkulega til samfélagsins sem hann er hluti af. Bæði með auðlindagjaldi sem fáar aðrar þjóðir innheimta af sínum sjávarútvegi og með því að skapa verðmæt störf um allt land. Þannig stuðlar hann að stöðugum framförum við nýtingu auðlindarinnar. Við höfum með öðrum orðum staðið okkur vel. Ætti samtalið ekki að snúast um það hvernig við gerum enn betur og treystum í sessi einstakan árangur á heimsvísu? Það er fyrst og fremst þannig sem hin þjóðhagslegu verðmæti aukast. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Sjávarútvegur Skattar og tollar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Staða sjávarútvegs á Íslandi er enn og aftur orðin að bitbeini. Að þessu sinni vegna frumvarps um tvöföldun á veiðigjaldi sem ríkisstjórn hefur gert að forgangsmáli. Enn hafa engar greiningar verið lagðar fram um áhrifin af þeirri tvöföldun. Umræða um sjávarútveg er sjálfsögð, eðlileg og nauðsynleg – enda snýst hún um nýtingu sameiginlegra auðlinda. Því er mikilvægt að umræðan byggist á staðreyndum og gögnum. Stjórnarliðar nota gildishlaðin orð í umræðunni og höfða til skynjunar fólks en forðast að ræða málið á hlutlægum nótum. Þegar gripið er til talna eru þær oft settar fram samhengislaust. Því er nauðsynlegt að bregðast öðru hvoru við. Heilbrigður vöxtur eigin fjár Því er stundum haldið fram að feiknavöxtur hafi orðið á eigin fé sjávarútvegsfyrirtækja og það sagt hafa bólgnað út. Það er rangt. Þó er rétt að staldra við og spyrja; er vöxtur á eigin fé í sjávarútvegi einsdæmi þegar horft er til annarra geira viðskiptahagkerfisins, er hann langtum meiri en finna má í öðrum atvinnugreinum? Hér er ekki fullnægjandi að segja „mér finnst“, það verður að glöggva sig á tölunum. Ef aukning á eigin fé í sjávarútvegi er skoðuð í samhengi við atvinnulífið almennt kemur í ljós að hún hefur vaxið í svipuðum takti á liðnum tuttugu árum. Það er því ekki hægt að halda því fram að vöxturinn sé óvenjulegur eða úr takti við aðrar atvinnugreinar. Myndin hér að neðan, sem byggist á gögnum Hagstofu Íslands, sýnir þetta vel. Arðsemi og áhætta Hvað með hagnaðinn, er hann fram úr öllu hófi? Hér er ekki fullnægjandi að segja um hagnað; „mér finnst þetta há tala og þess vegna er hagnaðurinn mikill.“ Þegar metin er arðsemi er mikilvægt að setja hana í samhengi. Sjávarútvegur starfar í tiltölulega óstöðugu rekstrarumhverfi. Greinin er háð sveiflum í stærð fiskistofna, sviptingum í alþjóðahagkerfinu og breytingum á rekstrarumhverfi – til dæmis vegna aukinna skatta og gjalda, líkt og nú er rætt um. Þetta síðastnefnda er hin pólitíska áhætta, sem einhverjum stjórnmálamönnum virðist þykja brýnt að sé ávallt viðvarandi. Allt hefur þetta áhrif á rekstrargrundvöll fyrirtækjanna og óvissa krefst þess að þau búi yfir traustum fjárhagsgrunni og sveigjanleika í rekstri. Að öðrum kosti er snúið að takast á við hana. Arðsemi verður að haldast í hendur við óvissu sem fylgir rekstrinum. Fjárfestar meta ávöxtun út frá áhættu og gera þá kröfu að hún endurspegli óvissuna sem felst í rekstrinum. Ef arðsemi í sjávarútvegi stendur ekki undir þeirri kröfu leitar fjármagnið annað – í greinar þar sem áhættan er minni eða ávöxtun hærri. Meðalarðsemi fyrirtækja í sjávarútvegi hefur verið um 10% á undanförnum árum. Það telst mjög hóflegt í ljósi þeirra áhættu sem greinin býr við. Til samanburðar má nefna að leyfð arðsemi Landsnets, einokunarfyrirtækis í eigu ríkisins sem býr við traust rekstrarumhverfi, hefur að meðaltali verið 8,5% síðastliðinn áratug. Það er sem sagt viðmið ríkisins sjálfs fyrir fyrirtæki sem býr við litla áhættu og afar takmarkaða samkeppni. Á mannamáli má segja að hvatinn til að fjárfesta í sjávarútvegi – þar sem arðsemi er 10% en áhættan mikil – sé lítill þegar hægt er að fá örugga 8,5% ávöxtun. Því má svo bæta við að nú um stundir bjóða bankarnir ríflega 7% vexti á innlánsreikningum. Þegar litið er til annarra atvinnugreina sést að arðsemi í sjávarútvegi er sambærileg því sem gengur og gerist í atvinnulífinu. Fjárfestingar í forgrunni Fjárfestingar í sjávarútvegi eru ekki tilkomnar í tómarúmi og þær hafa verið umfangsmiklar á umliðnum árum. Fyrirtækin hafa meðal annars fjárfest í nýjum og hagkvæmari skipum, sem hafa spilað lykilhlutverk í því að draga úr olíunotkun fiskiskipa, í hátæknivinnslum sem hafa gert þeim kleift að nýta afurðir betur og í sölu- og markaðsstarfi til að standast alþjóðlega samkeppni. Gögn um fjárfestingar og hagnað í sjávarútvegi staðfesta metnað greinarinnar til að styðja við aukna framleiðni og verðmætasköpun í greininni. Á tímabilinu 2014-2023 nam fjárfesting að meðaltali um 61% af hagnaði fyrir skatt og fór hæst í 157% árið 2017. Fjárfestingar hafa gert það að verkum að meiri þjóðhagsleg verðmæti fást úr auðlindinni. Þær eru nauðsynlegar til að bregðast við óskum kaupenda og til þess að íslenskur sjávarútvegur standist samkeppni á alþjóðlegum markaði. Það vill stundum gleymast að 98% af íslensku sjávarfangi eru seld þar og samkeppnin er hörð. Arðgreiðslur almennt lægri í sjávarútvegi Að lokum er rétt að minnast á arðgreiðslur. Staðreyndin er sú að arðgreiðsluhlutfall í sjávarútvegi, það er arðgreiðslur sem hlutfall af hagnaði, hefur verið töluvert lægra í sjávarútvegi en almennt í viðskiptahagkerfinu. Á síðustu tíu árum hafa arðgreiðslur í sjávarútvegi að jafnaði numið um 35% af hagnaði, á meðan hlutfallið hefur verið um 41% í viðskiptahagkerfinu. Málefnaleg umræða skiptir sköpum Tölurnar sem hér hafa verið lagðar fram eru öllum aðgengilegar í opinberum gögnum Hagstofu Íslands. Þær sýna að rekstur í sjávarútvegi byggist ekki á óeðlilegum arði heldur heilbrigðum rekstri sem býr við mikla áhættu og stöðuga fjárfestingarþörf. Þegar rætt er um veigamiklar breytingar á rekstrargrundvelli heillar atvinnugreinar skiptir máli að umræðan sé grundvölluð á staðreyndum. Við höfum borið gæfu til þess að byggja upp öflugan og arðbæran sjávarútveg – og það er ekki sjálfgefið. Íslenskur sjávarútvegur er einn fárra í heiminum sem leggur mjög ríkulega til samfélagsins sem hann er hluti af. Bæði með auðlindagjaldi sem fáar aðrar þjóðir innheimta af sínum sjávarútvegi og með því að skapa verðmæt störf um allt land. Þannig stuðlar hann að stöðugum framförum við nýtingu auðlindarinnar. Við höfum með öðrum orðum staðið okkur vel. Ætti samtalið ekki að snúast um það hvernig við gerum enn betur og treystum í sessi einstakan árangur á heimsvísu? Það er fyrst og fremst þannig sem hin þjóðhagslegu verðmæti aukast. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun