Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar 9. maí 2025 19:02 Á Velsældarþinginu í Hörpu í gær voru kynntar niðurstöður nýrrar kynslóðamælingar á afstöðu Íslendinga til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fjórar kynslóðir – Z, Y, X og uppgangskynslóðin – voru spurðar hvaða markmið þeim þætti brýnast að vinna að. Þar komu fram áherslur á heilbrigði og vellíðan, jafnrétti kynjanna, frið og réttlæti, og baráttuna gegn fátækt. En eitt lykilmálefni, aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældist mikilvægast hjá öllum kynslóðum fyrir aðeins fjórum árum, hefur nú hríðfallið samkvæmt nýjustu niðurstöðum. Sem einstaklingur sem fylgst hefur grannt með þróun umhverfismála og afleiðingum þeirra, blöskrar mér þessi þróun. Nú finnst aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál vera eitt af fimm mikilvægustu málefnunum til að fylgja eftir í íslensku samfélagi. Hvað breyttist? Loftslagsbreytingar eru ekki horfnar – þvert á móti, þær eru að slá öll met. Árið 2024 mældist sem heitasta ár í sögu mælinga á jörðinni og er það fyrsta árið sem hlýnun fer yfir viðmið Parísarsáttmálans um 1,5 gráðu hlýnun á heimsvísu. Á Íslandi var áratugurinn 2011–2020 sá hlýjasti frá upphafi mælinga, og jöklar landsins hopa hraðar en nokkru sinni fyrr. Þá benda nýjustu rannsóknir til þess að AMOC-hafstraumurinn – sem meðal annars viðheldur mildara loftslagi á Íslandi – geti veikst eða jafnvel stöðvast á þessari öld. Slíkt hefði gríðarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir veðurfar á Íslandi heldur einnig fyrir loftslagskerfi norðurhvels jarðar í heild. Þetta vekur alvarlegar spurningar: Hvernig ætlum við að tryggja frið og öryggi í heimi þar sem sífellt fleiri neyðast til að flýja heimkynni sín vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara? Hvernig ætlum við að tryggja jafnrétti kynjanna þegar konur – sérstaklega í fátækari heimshlutum – verða sérstaklega útsettar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, hvort sem er vegna skorts á hreinu vatni, mataröryggis eða aukinnar byrði í umönnunarhlutverki? Hvernig getum við stuðlað að heilsu og vellíðan þegar hlýnun jarðar ýtir undir veðuröfga, náttúruhamfarir og skerðir lífsgæði? Hvernig ætlum við að tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslu ef vistkerfi hrynja, fiskimið færast eða hverfa og búskaparskilyrði versna víða um heim? Og hvernig ætlum við að uppræta fátækt þegar loftslagsváin bitnar mest á þeim efnaminni – þeim sem hafa minnst svigrúm til að verja sig gegn áhrifum hlýnunar? Það er einfaldlega ekki hægt að fjalla um þessi málefni í einangrun. Loftslagsaðgerðir eru undirstaða annarra heimsmarkmiða. Án þeirra mun framgangur í jafnrétti, lýðheilsu, friði og efnahagslegu réttlæti stöðvast – eða jafnvel snúast við. Það er alþjóðlegur samhljómur um að öll heimsmarkmiðin eru samtvinnuð – og að loftslagsaðgerðir séu lykilstoð í þeirri heild. Þegar loftslagsbreytingarnar fara að banka á okkar eigin dyr – með öfgakenndari vetrum, fleiri aurskriðum, eyðileggingu vistkerfa og búsvæða sjávardýra, eða einfaldlega matarverðshækkunum vegna samdráttar í landbúnaði – þá er of seint að vakna. Forvarnir og framsýni eru lykilatriði. Við verðum að viðhalda og styrkja loftslagsvitund, sérstaklega hjá ungu kynslóðunum. Það þarf fræðslu, sýnilega forystu og raunhæfar aðgerðir. Það þarf að sýna að loftslagsmál eru ekki aðeins mál framtíðar, heldur nútíðar – og að þau snerta líf okkar allra. Við getum ekki valið okkur þau markmið sem eru þægilegust eða vinsælust hverju sinni. Heimsmarkmiðin mynda eina heild og ekkert þeirra má gleymast. Ef við viljum byggja upp velsælt samfélag – og réttlátan heim – verðum við að gera loftslagsaðgerðir að forgangsverkefni. Strax. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Á Velsældarþinginu í Hörpu í gær voru kynntar niðurstöður nýrrar kynslóðamælingar á afstöðu Íslendinga til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Fjórar kynslóðir – Z, Y, X og uppgangskynslóðin – voru spurðar hvaða markmið þeim þætti brýnast að vinna að. Þar komu fram áherslur á heilbrigði og vellíðan, jafnrétti kynjanna, frið og réttlæti, og baráttuna gegn fátækt. En eitt lykilmálefni, aðgerðir í loftslagsmálum, sem mældist mikilvægast hjá öllum kynslóðum fyrir aðeins fjórum árum, hefur nú hríðfallið samkvæmt nýjustu niðurstöðum. Sem einstaklingur sem fylgst hefur grannt með þróun umhverfismála og afleiðingum þeirra, blöskrar mér þessi þróun. Nú finnst aðeins um fjórðungur af yngstu kynslóðinni loftslagsmál vera eitt af fimm mikilvægustu málefnunum til að fylgja eftir í íslensku samfélagi. Hvað breyttist? Loftslagsbreytingar eru ekki horfnar – þvert á móti, þær eru að slá öll met. Árið 2024 mældist sem heitasta ár í sögu mælinga á jörðinni og er það fyrsta árið sem hlýnun fer yfir viðmið Parísarsáttmálans um 1,5 gráðu hlýnun á heimsvísu. Á Íslandi var áratugurinn 2011–2020 sá hlýjasti frá upphafi mælinga, og jöklar landsins hopa hraðar en nokkru sinni fyrr. Þá benda nýjustu rannsóknir til þess að AMOC-hafstraumurinn – sem meðal annars viðheldur mildara loftslagi á Íslandi – geti veikst eða jafnvel stöðvast á þessari öld. Slíkt hefði gríðarlegar afleiðingar, ekki aðeins fyrir veðurfar á Íslandi heldur einnig fyrir loftslagskerfi norðurhvels jarðar í heild. Þetta vekur alvarlegar spurningar: Hvernig ætlum við að tryggja frið og öryggi í heimi þar sem sífellt fleiri neyðast til að flýja heimkynni sín vegna þurrka, flóða og annarra náttúruhamfara? Hvernig ætlum við að tryggja jafnrétti kynjanna þegar konur – sérstaklega í fátækari heimshlutum – verða sérstaklega útsettar fyrir áhrifum loftslagsbreytinga, hvort sem er vegna skorts á hreinu vatni, mataröryggis eða aukinnar byrði í umönnunarhlutverki? Hvernig getum við stuðlað að heilsu og vellíðan þegar hlýnun jarðar ýtir undir veðuröfga, náttúruhamfarir og skerðir lífsgæði? Hvernig ætlum við að tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslu ef vistkerfi hrynja, fiskimið færast eða hverfa og búskaparskilyrði versna víða um heim? Og hvernig ætlum við að uppræta fátækt þegar loftslagsváin bitnar mest á þeim efnaminni – þeim sem hafa minnst svigrúm til að verja sig gegn áhrifum hlýnunar? Það er einfaldlega ekki hægt að fjalla um þessi málefni í einangrun. Loftslagsaðgerðir eru undirstaða annarra heimsmarkmiða. Án þeirra mun framgangur í jafnrétti, lýðheilsu, friði og efnahagslegu réttlæti stöðvast – eða jafnvel snúast við. Það er alþjóðlegur samhljómur um að öll heimsmarkmiðin eru samtvinnuð – og að loftslagsaðgerðir séu lykilstoð í þeirri heild. Þegar loftslagsbreytingarnar fara að banka á okkar eigin dyr – með öfgakenndari vetrum, fleiri aurskriðum, eyðileggingu vistkerfa og búsvæða sjávardýra, eða einfaldlega matarverðshækkunum vegna samdráttar í landbúnaði – þá er of seint að vakna. Forvarnir og framsýni eru lykilatriði. Við verðum að viðhalda og styrkja loftslagsvitund, sérstaklega hjá ungu kynslóðunum. Það þarf fræðslu, sýnilega forystu og raunhæfar aðgerðir. Það þarf að sýna að loftslagsmál eru ekki aðeins mál framtíðar, heldur nútíðar – og að þau snerta líf okkar allra. Við getum ekki valið okkur þau markmið sem eru þægilegust eða vinsælust hverju sinni. Heimsmarkmiðin mynda eina heild og ekkert þeirra má gleymast. Ef við viljum byggja upp velsælt samfélag – og réttlátan heim – verðum við að gera loftslagsaðgerðir að forgangsverkefni. Strax. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun