Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson, Sverrir Páll Einarsson, Alexander Hauksson, Ingvar Þóroddsson, María Ellen Steingrimsdóttir, Oddgeir Páll Georgsson og Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifa 9. maí 2025 10:01 Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ríkisstjórnin lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á útreikningum veiðigjalda. Ríkisstjórnin hefur talað um leiðréttingu, og að verið sé að innheimta sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum þjóðarinnar. En hvað nákvæmlega er verið að leiðrétta? Er ekki bara verið að hækka einhver gjöld? Margir hafa gagnrýnt að gjöldin séu „tvöfölduð“, og spurt af hverju þá ekki að þrefalda eða fjórfalda þau. Hver er réttlætingin fyrir þessari tilteknu breytingu? Það er einmitt þetta sem leiðréttingin snýst um. Burtséð frá því hvað fólk telur vera réttmætan arf þjóðarinnar, þá ættum við öll að geta verið sammála um að útreikningur gjaldsins eigi ekki að vera í höndum þeirra sem greiða það. Þannig hafa veiðigjöldin nefnilega verið reiknuð lengi. Þau taka mið af verðinu sem fæst fyrir fiskinn þegar hann er seldur til vinnslu, en hérna á Íslandi þá er það sala sem fer bara úr einum vasa í annan, þar sem iðulega eru það sömu aðilar sem eiga bæði kvótann og vinnslurnar. Þetta væri svona eins og foreldrar þínir myndu selja þér húsið sitt á algjöru undirverði, og fasteignagjöldin sem þú greiddir tækju svo mið af verðinu sem þú borgaðir frekar en markaðsvirði eignarinnar. Frekar góður díll fyrir þig. Það gefur augaleið að það væri stórgallað kerfi og myndi búa til alls konar óheilbrigða hvata á húsnæðismarkaðinum. Það hefur einmitt verið staðan með veiðigjöldin þar til nú. Þetta er þessi leiðrétting. Það er verið að leiðrétta hvernig þessi útreikningur fer fram þannig að þeir sem borgai gjöldin stýri í raun ekki hversu há þau eru að miklu leyti. Og þegar nýja, leiðrétta, reikniformúlan var notuð þá kom út sú hækkun á veiðigjöldunum sem raun bar vitni. Við í Uppreisn stöndum með þeim mikla meirihluta þjóðarinnar sem styður þetta frumvarp og hvetjum atvinnuvegaráðherra, Hönnu Kötu Friðriksson, sem og ríkisstjórnina alla til dáða í þessu máli. Höfundur sitja í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Ingvar Þóroddsson Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Sjá meira
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ríkisstjórnin lagði nýlega fram frumvarp um breytingu á útreikningum veiðigjalda. Ríkisstjórnin hefur talað um leiðréttingu, og að verið sé að innheimta sanngjarnt gjald fyrir aðgang að auðlindum þjóðarinnar. En hvað nákvæmlega er verið að leiðrétta? Er ekki bara verið að hækka einhver gjöld? Margir hafa gagnrýnt að gjöldin séu „tvöfölduð“, og spurt af hverju þá ekki að þrefalda eða fjórfalda þau. Hver er réttlætingin fyrir þessari tilteknu breytingu? Það er einmitt þetta sem leiðréttingin snýst um. Burtséð frá því hvað fólk telur vera réttmætan arf þjóðarinnar, þá ættum við öll að geta verið sammála um að útreikningur gjaldsins eigi ekki að vera í höndum þeirra sem greiða það. Þannig hafa veiðigjöldin nefnilega verið reiknuð lengi. Þau taka mið af verðinu sem fæst fyrir fiskinn þegar hann er seldur til vinnslu, en hérna á Íslandi þá er það sala sem fer bara úr einum vasa í annan, þar sem iðulega eru það sömu aðilar sem eiga bæði kvótann og vinnslurnar. Þetta væri svona eins og foreldrar þínir myndu selja þér húsið sitt á algjöru undirverði, og fasteignagjöldin sem þú greiddir tækju svo mið af verðinu sem þú borgaðir frekar en markaðsvirði eignarinnar. Frekar góður díll fyrir þig. Það gefur augaleið að það væri stórgallað kerfi og myndi búa til alls konar óheilbrigða hvata á húsnæðismarkaðinum. Það hefur einmitt verið staðan með veiðigjöldin þar til nú. Þetta er þessi leiðrétting. Það er verið að leiðrétta hvernig þessi útreikningur fer fram þannig að þeir sem borgai gjöldin stýri í raun ekki hversu há þau eru að miklu leyti. Og þegar nýja, leiðrétta, reikniformúlan var notuð þá kom út sú hækkun á veiðigjöldunum sem raun bar vitni. Við í Uppreisn stöndum með þeim mikla meirihluta þjóðarinnar sem styður þetta frumvarp og hvetjum atvinnuvegaráðherra, Hönnu Kötu Friðriksson, sem og ríkisstjórnina alla til dáða í þessu máli. Höfundur sitja í stjórn Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun