Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar 8. maí 2025 13:02 Í upphafi 18. aldar sagði John Adams: „Það hefur enn ekki verið til lýðræði, sem ekki hefur framið sjálfsmorð.” Og spurningin er enn – hafði hann rétt fyrir sér? Eftir endurkjör Donalds Trump í nóvember 2024 var ég andlega búinn á því. Endalausar fréttir um hnignun lýðræðisins og vaxandi áhrif hægri popúlisma drógu úr mér allan kraft. Þetta voru sömu viðvaranirnar, endurteknar aftur og aftur. Svo ég ákvað að aftengja mig. Ég leitaði skjóls í námi mínu í stjórnmálafræði og reyndi að einbeita mér að áfanganum sem ég var að taka í stjórnmálaheimspeki. En um það leiti fór ég að velta fyrir mér: Hvað verður um lýðræðið þegar ungt fólk – þau sem eiga að taka við keflinu – hætta að trúa á að það virki? Við á Norðurlöndunum lítum oft á okkur sem fánabera lýðræðisins. Við metum málefnalega umræðu og trúum því að jafnvel flóknustu ágreiningsmál megi leysa með lögmætum og lýðræðislegum samtölum. En nú virðist þessi trú standa höllum fæti. Lýðræðið á við mörg og máttug öfl að etja um þessar mundir: vaxandi vantrú á pólitískum stofnunum, æ öfgakenndari og meira sundrandi umræða, og upplýsingaóreiða sem bara stigmagnast – og beinist oft að yngri kynslóðinni. Og það er einmitt unga fólkið sem virðist mest berskjaldað. Félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt lýsir kynslóð sem hefur verið ofvernduð í hinum raunverulega heimi en óvernduð á netinu. Ég er ekki sannfærður um að við eigum að örstjórna næstu kynslóðum á netinu – vernda hana fyrir Andrew Tate, „manospherinu“ og almennri upplýsingaóreiðu. En ég vil þó varpa fram spurningunni: af hverju virðast ungmenni svo útsett? Það að lýðræðið lifi af veltur að miklu leiti á því að komandi kynslóðir tileinki sér lýðræðislegar hugmyndir um frjálsa og opna umræðu, jafnrétti og traust. En ef unga fólkið lærir hið gagnstæða – að stofnunum sé ekki treystandi, að þátttaka í samfélaginu í gegnum opna og lýðræðislega umræðu sé ógagnleg – þá er lýðræðið í klípu. Í okkar norrænu samfélögum kunnum við að meta fjölbreytileika skoðanna. Hvernig getum við þá brugðist við þessum áskorunum á lýðræðislegan hátt? Með því að ritskoða ólýðræðislegar raddir? Útiloka ólýðræðisleg stjórnmálaöfl í umræðunni? Binda enda á „manospherið“? Allt þetta virðist í raun svo ólýðræðislegt. Með hvaða leiðum getum við þá varið lýðræðið? Ég er ekki viss um að ég hafi fullkomið svar við þessari spurningu, en ég tel að þetta sé mjög mikilvægt samtal að eiga. Ég vil því nýta tækifærið og vekja athygli á málþingi sem fer fram í Norræna húsinu 27. maí næstkomandi, kl. 16.30-18.30, um þetta mikilvæga málefni. Málþingið fer fram á ensku og ber titilinn „Democracy in the Balance: How Can We Reignite Youth Engagement?“. Og að lokum, þá snýr þetta okkur aftur að aðvörun Adams. Ef lýðræðið leggur upp laupana þá mun það ekki gerast skyndilega og án fyrirvara. Það mun rofna hægt og rólega innan frá – þegar borgarar missa trúnna á það og þegar ungt fólk hættir að sjá sér stað í því. Frá mínu sjónarhorni geta lausnirnar virst einfaldar og kannski ögn barnalegar. Við þurfum að leggja áherslu á og sýna fram á að umræða og rökræður skipta máli, og skapa rými þar sem þær raunverulega gera það. Við þurfum að endurhugsa menntun, endurvekja samfélagslega þátttöku og herja baráttu gegn rangfærslum og upplýsingaóreiðu. Við þurfum að skilja að lýðræðið er ekki eitthvað sem við erfum, heldur eitthvað sem við veljum. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Árósum og starfsnemi í Norræna húsinu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Í upphafi 18. aldar sagði John Adams: „Það hefur enn ekki verið til lýðræði, sem ekki hefur framið sjálfsmorð.” Og spurningin er enn – hafði hann rétt fyrir sér? Eftir endurkjör Donalds Trump í nóvember 2024 var ég andlega búinn á því. Endalausar fréttir um hnignun lýðræðisins og vaxandi áhrif hægri popúlisma drógu úr mér allan kraft. Þetta voru sömu viðvaranirnar, endurteknar aftur og aftur. Svo ég ákvað að aftengja mig. Ég leitaði skjóls í námi mínu í stjórnmálafræði og reyndi að einbeita mér að áfanganum sem ég var að taka í stjórnmálaheimspeki. En um það leiti fór ég að velta fyrir mér: Hvað verður um lýðræðið þegar ungt fólk – þau sem eiga að taka við keflinu – hætta að trúa á að það virki? Við á Norðurlöndunum lítum oft á okkur sem fánabera lýðræðisins. Við metum málefnalega umræðu og trúum því að jafnvel flóknustu ágreiningsmál megi leysa með lögmætum og lýðræðislegum samtölum. En nú virðist þessi trú standa höllum fæti. Lýðræðið á við mörg og máttug öfl að etja um þessar mundir: vaxandi vantrú á pólitískum stofnunum, æ öfgakenndari og meira sundrandi umræða, og upplýsingaóreiða sem bara stigmagnast – og beinist oft að yngri kynslóðinni. Og það er einmitt unga fólkið sem virðist mest berskjaldað. Félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt lýsir kynslóð sem hefur verið ofvernduð í hinum raunverulega heimi en óvernduð á netinu. Ég er ekki sannfærður um að við eigum að örstjórna næstu kynslóðum á netinu – vernda hana fyrir Andrew Tate, „manospherinu“ og almennri upplýsingaóreiðu. En ég vil þó varpa fram spurningunni: af hverju virðast ungmenni svo útsett? Það að lýðræðið lifi af veltur að miklu leiti á því að komandi kynslóðir tileinki sér lýðræðislegar hugmyndir um frjálsa og opna umræðu, jafnrétti og traust. En ef unga fólkið lærir hið gagnstæða – að stofnunum sé ekki treystandi, að þátttaka í samfélaginu í gegnum opna og lýðræðislega umræðu sé ógagnleg – þá er lýðræðið í klípu. Í okkar norrænu samfélögum kunnum við að meta fjölbreytileika skoðanna. Hvernig getum við þá brugðist við þessum áskorunum á lýðræðislegan hátt? Með því að ritskoða ólýðræðislegar raddir? Útiloka ólýðræðisleg stjórnmálaöfl í umræðunni? Binda enda á „manospherið“? Allt þetta virðist í raun svo ólýðræðislegt. Með hvaða leiðum getum við þá varið lýðræðið? Ég er ekki viss um að ég hafi fullkomið svar við þessari spurningu, en ég tel að þetta sé mjög mikilvægt samtal að eiga. Ég vil því nýta tækifærið og vekja athygli á málþingi sem fer fram í Norræna húsinu 27. maí næstkomandi, kl. 16.30-18.30, um þetta mikilvæga málefni. Málþingið fer fram á ensku og ber titilinn „Democracy in the Balance: How Can We Reignite Youth Engagement?“. Og að lokum, þá snýr þetta okkur aftur að aðvörun Adams. Ef lýðræðið leggur upp laupana þá mun það ekki gerast skyndilega og án fyrirvara. Það mun rofna hægt og rólega innan frá – þegar borgarar missa trúnna á það og þegar ungt fólk hættir að sjá sér stað í því. Frá mínu sjónarhorni geta lausnirnar virst einfaldar og kannski ögn barnalegar. Við þurfum að leggja áherslu á og sýna fram á að umræða og rökræður skipta máli, og skapa rými þar sem þær raunverulega gera það. Við þurfum að endurhugsa menntun, endurvekja samfélagslega þátttöku og herja baráttu gegn rangfærslum og upplýsingaóreiðu. Við þurfum að skilja að lýðræðið er ekki eitthvað sem við erfum, heldur eitthvað sem við veljum. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Árósum og starfsnemi í Norræna húsinu í Reykjavík.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun