Pestir og flensur Teitur Guðmundsson skrifar 17. október 2019 09:00 Hver kannast ekki við að finna fyrir kuldahrolli, slappleika, beinverkjum, oftsinnis höfuðverk og vita þá að það er eitthvað í aðsigi, maður er að verða lasinn! Hiti hækkar skyndilega og það er best að koma sér heim og upp í rúm bara, já, fá að vera í friði og liggja þetta úr sér. Algengast er að slíkt læðist aftan að manni án fyrirvara og yfirleitt þegar maður hefur akkúrat engan tíma til að vera veikur. Í umræðunni er oft talað um flensu, það er nokkurs konar samheiti almennings yfir umgangspestir sem herja á okkur frá hausti og yfir vetrartímann. Þær geta verið skæðar og lagt mann í rúmið í marga daga þess vegna, en slíkar pestir eru yfirleitt á grundvelli veirusýkinga. Þær eru algengasta form sýkla sem ráðast á mannslíkamann og við þeim eigum við litlar varnir í formi sýklalyfja. Tegundir veirusýkinga eru æði margar og einkenni keimlík; til viðbótar við það sem ég nefndi að ofan eru hósti, nefrennsli, hálsbólga og hæsi svo dæmi séu tekin. Það hefur oftast nær lítinn tilgang að reyna að átta sig á þeim frekar nema undir sérstökum kringumstæðum. Líkaminn lagar þetta af sjálfu sér og það besta er að hann man við hverja hann hefur barist áður svo við veikjumst ekki aftur af sömu veirunni. Þegar læknar tala um flensu er það stytting á orðinu „inflúensa“ sem er ákveðin tegund veirusýkingar sem kemur árlega. Yfirleitt í nýjum búningi hverju sinni svo okkur er hætt við að smitast af henni á hverju ári upp á nýtt. Munurinn á inflúensu og hefðbundnum umgangspestum er í stuttu máli að hún er öflugri ef svo mætti kalla, henni fylgir lengra veikindatímabil og einstaklingar eru einnig veikari almennt þegar þeir fá hana. Þannig má segja að það sé meiri hætta á fylgikvillum og erfiðari sýkingum eins og lungnabólgu, nýrnabilun og lifrarvanda til viðbótar við sýkinguna sjálfa. Á meðan minniháttar veirupestir eru mestmegnis á haust- og vetrarmánuðum, jafnvel fram á vorið, er inflúensan yfirleitt að koma í kringum áramót og ná hámarki í janúar, febrúar. Inflúensa hefur valdið miklum usla í gegnum tíðina og hafa heimsfaraldrar brotist út sem hafa kostað milljónir mannslífa líkt og spænska veikin árið 1918. Nokkrir stærri faraldrar hafa komið upp á seinni tímum sem þó hafa ekki verið jafn mannskæðir, t.a.m. 1957, 1978 og núna síðast árið 2009 þegar alheimsviðbragði var lýst yfir vegna nýrrar inflúensuveiru, svokallaðrar svínaflensu. Árleg inflúensa kemur verst niður á eldri kynslóðinni og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, því er mikilvægt að verjast henni. Smitleiðir eru í gegnum dropa og snertismit og til að hindra útbreiðslu almennt er ráðlagt að hósta eða hnerra í bréfþurrkur, henda þeim í ruslið, þvo sér um hendur og ef maður er veikur að halda sig heima við. Þá er einnig skynsamlegt að láta bólusetja sig. Bóluefni er almennt ráðlagt þeim sem eru í áhættuhópum, en til þeirra má telja alla sem eru eldri en 60 ára, öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum, hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbældir eða á slíkri meðferð. Þess utan er talsvert bólusett á vinnustöðum og hjá almenningi til að hindra keðjuverkandi veikindi. Heilbrigðisstarfsmenn eru sérstaklega hvattir til bólusetningar. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi hingað til verið virkir og látið bólusetja sig og þannig komið í veg fyrir óþarfa veikindi. Því hvet ég þá sem hafa hug á slíku að skrá sig til bólusetningar nú í haust og minnka líkurnar á smiti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Teitur Guðmundsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Hver kannast ekki við að finna fyrir kuldahrolli, slappleika, beinverkjum, oftsinnis höfuðverk og vita þá að það er eitthvað í aðsigi, maður er að verða lasinn! Hiti hækkar skyndilega og það er best að koma sér heim og upp í rúm bara, já, fá að vera í friði og liggja þetta úr sér. Algengast er að slíkt læðist aftan að manni án fyrirvara og yfirleitt þegar maður hefur akkúrat engan tíma til að vera veikur. Í umræðunni er oft talað um flensu, það er nokkurs konar samheiti almennings yfir umgangspestir sem herja á okkur frá hausti og yfir vetrartímann. Þær geta verið skæðar og lagt mann í rúmið í marga daga þess vegna, en slíkar pestir eru yfirleitt á grundvelli veirusýkinga. Þær eru algengasta form sýkla sem ráðast á mannslíkamann og við þeim eigum við litlar varnir í formi sýklalyfja. Tegundir veirusýkinga eru æði margar og einkenni keimlík; til viðbótar við það sem ég nefndi að ofan eru hósti, nefrennsli, hálsbólga og hæsi svo dæmi séu tekin. Það hefur oftast nær lítinn tilgang að reyna að átta sig á þeim frekar nema undir sérstökum kringumstæðum. Líkaminn lagar þetta af sjálfu sér og það besta er að hann man við hverja hann hefur barist áður svo við veikjumst ekki aftur af sömu veirunni. Þegar læknar tala um flensu er það stytting á orðinu „inflúensa“ sem er ákveðin tegund veirusýkingar sem kemur árlega. Yfirleitt í nýjum búningi hverju sinni svo okkur er hætt við að smitast af henni á hverju ári upp á nýtt. Munurinn á inflúensu og hefðbundnum umgangspestum er í stuttu máli að hún er öflugri ef svo mætti kalla, henni fylgir lengra veikindatímabil og einstaklingar eru einnig veikari almennt þegar þeir fá hana. Þannig má segja að það sé meiri hætta á fylgikvillum og erfiðari sýkingum eins og lungnabólgu, nýrnabilun og lifrarvanda til viðbótar við sýkinguna sjálfa. Á meðan minniháttar veirupestir eru mestmegnis á haust- og vetrarmánuðum, jafnvel fram á vorið, er inflúensan yfirleitt að koma í kringum áramót og ná hámarki í janúar, febrúar. Inflúensa hefur valdið miklum usla í gegnum tíðina og hafa heimsfaraldrar brotist út sem hafa kostað milljónir mannslífa líkt og spænska veikin árið 1918. Nokkrir stærri faraldrar hafa komið upp á seinni tímum sem þó hafa ekki verið jafn mannskæðir, t.a.m. 1957, 1978 og núna síðast árið 2009 þegar alheimsviðbragði var lýst yfir vegna nýrrar inflúensuveiru, svokallaðrar svínaflensu. Árleg inflúensa kemur verst niður á eldri kynslóðinni og einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, því er mikilvægt að verjast henni. Smitleiðir eru í gegnum dropa og snertismit og til að hindra útbreiðslu almennt er ráðlagt að hósta eða hnerra í bréfþurrkur, henda þeim í ruslið, þvo sér um hendur og ef maður er veikur að halda sig heima við. Þá er einnig skynsamlegt að láta bólusetja sig. Bóluefni er almennt ráðlagt þeim sem eru í áhættuhópum, en til þeirra má telja alla sem eru eldri en 60 ára, öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum, hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbældir eða á slíkri meðferð. Þess utan er talsvert bólusett á vinnustöðum og hjá almenningi til að hindra keðjuverkandi veikindi. Heilbrigðisstarfsmenn eru sérstaklega hvattir til bólusetningar. Óhætt er að segja að Íslendingar hafi hingað til verið virkir og látið bólusetja sig og þannig komið í veg fyrir óþarfa veikindi. Því hvet ég þá sem hafa hug á slíku að skrá sig til bólusetningar nú í haust og minnka líkurnar á smiti.
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun