Handbolti

Seinni bylgjan: Logi vill senda þessa fimm í atvinnumennsku eftir tímabilið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Logi við það að kunngjöra listann.
Logi við það að kunngjöra listann. vísir/skjáskot

Topp fimm listinn vakti mikla lukku í Seinni bylgjunni á síðustu leiktíð og nú er liðurinn mættur aftur.

Logi Geirsson var annar spekinga þáttarins í gær og hann valdi þá fimm leikmenn sem eru líklegir til að fara í atvinnumennsku eftir leiktíðina.

Fyrrum atvinnu- og landsliðsmaðurinn til margra ára, Logi, sagði að hann hefði góð ítök í umboðsmannabransanum svo hann vissi með hverjum væri verið að fylgjast.

Hann vildi fá fleiri en fimm inn á listann en fékk það ekki og því þurfti hann að stytta sinn lista úr fjórtán leikmönnum niður í fimm.

Innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Topp fimm


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.