Handbolti

Seinni bylgjan: „Þetta er bara ömurleg framkoma“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Eyjamenn hópast að dómurunum.
Eyjamenn hópast að dómurunum. vísir/skjáskot

Það var mikill hiti í Vestmannaeyjum á þriðjudaginn er Afturelding vann eins marks sigur á ÍBV.

Eyjamenn voru allt annað en sáttir við dómaranna eftir leikinn og vandaði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, dómurunum ekki kveðjurnar eftir leikinn.

Seinni bylgjan gerði upp leikinn og dómgæsluna i þætti sínum í gærkvöldi.

„Ég verð nú að segja að ÍBV hefur helling til síns máls þegar maður fer að skoða þetta. Maður þarf að greina þetta,“ sagði Logi Geirsson sem greindi nokkur atriði úr leiknum.

„Dómararnir voru allan leikinn með sömu línuna en vafaatriðin þau féllu með Aftureldingu. Það er mitt mat en það sem kemur í kjölfarið þar fóru menn algjörlega fram úr sér og fóru að persónugera dómaranna.“

Eftir leikinn tóku Eyjamenn ekki í hendurnar á dómurunum og því var Logi eðlilega ekki hrifinn af.

„Þetta finnst mér svo óíþróttamannslegt. Þetta held ég að maður sjái bara í Vestmannaeyjum að menn koma ekki til dómaranna. Það eru allir að gera sitt besta.“

„Mér fannst halla á þá í lokin og ég var ósammála öllum dómum en þú verð ferð og sýnur karakter og tekur í hendina á dómurunum. Það finnst mér algjört lykilatriði.“

„Þetta er bara ömurleg framkoma. Þetta er óíþróttamannslegt og taktu í hendurnar á dómurunum. Talaðu af virðingu gagnvart virðingunni og íþróttinni. Þetta smitast í strákana og svo koma þeir í viðtöl og segjast vera rændir. Ég skil þá en sýna samt fagmennsku,“ sagði Logi.

Innslagið í heild má sjá hér að neðan.


Klippa: Seinni bylgjan: Lokamínúturnar hjá ÍBVAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.