Fram fyrsta liðið til að leggja Stjörnuna | Fyrsti sigur Hauka kom í Vestmannaeyjum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. október 2019 18:00 Karen var markahæst er Fram lagði Stjörnuna í dag Vísir/Vilhelm Síðari tveimur leikjunum í Olís deild kvenna var að ljúka nú rétt í þessu. Stjarnan tapaði loks leik þegar þær mættu Fram í Safamýri, lokatölur 28-25 heimastúlkum í vil. Þá gerðu Haukar góða ferð til Vestmannaeyja þar sem þær unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu. Þriggja marka sigur staðreynd, 21-18 og stigin Hauka að þessu sinni. Fram sigldi fram úr í lokin Í Safamýrinni byrjuðu gestirnir úr Garðabænum betur og voru með yfirhöndina í upphafi leiks. Um miðbik fyrri hálfleiks snérist leikurinn hins vegar Fram í hag, þær skoruðu þá fimm mörk í röð og Hafdís Renötudóttir múraði fyrir í markinu. Fór staðan úr því að vera 7-6 fyrir Stjörnunni í 11-7 Fram í vil. Stjörnuliðið brást við með því að skipta um markvörð og Hildur Öder Einarsdóttir gaf Hafdísi ekkert eftir hinu megin á vellinum. Þegar flautað var til hálfleiks voru Framstúlkur einu marki yfir, staðan 14-13. Upphaf síðari hálfleiks speglaði fyrri hálfleik en Stjarnan komst aftur yfir áður en heimastúlkur tóku völdin og unnu á endanum góðan þriggja marka sigur, 28-25. Fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu þar með staðreynd. Mest náði Fram fimm marka forystu í síðari hálfleik. Markahæst hjá Fram var Karen Knútsdóttir með sjö mörk á meðan Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 10 fyrir Stjörnuna. Þá varði Hafdís 13 skot í marki Fram á meðan Hildur Öder varði 10 í marki Stjörnunnar. Sigur Fram þýðir að þær jafna Stjörnuna að stigum en bæði lið eru með átta stig í 2. og 3. sæti Olís deildarinnar. Á toppnum eru svo Valskonur en þær eru enn með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.Þægilegt hjá Haukum gegn ÍBVÍ Eyjum var lítið skorað í fyrri hálfleik en Haukar voru mikið mun sterkari aðilinn. Voru þær sjö mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja og sigurinn nánast í höfn. Heimastúlkur bitu frá sér í síðari hálfleik en munurinn var of mikill og Haukar unnu á endanum þriggja marka sigur, 21-18. Ásta Björt Júlíusdóttir og Ksenija Dzaferovic skoruðu fimm mörk hvor í liði ÍBV, þá varði Marta Wawrzykowska 12 skot í marki Eyjakvenna. Hjá Haukum var Sara Odden markahæst með átta mörk og Saga Sif Gísladóttir varði 10 skot í markinu. Var þetta fyrsti sigur Hauka í deildinni en þær eru nú með tvö stig í 7. sæti á meðan ÍBV er í 6. sætinu með þrjú stig. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir HK hafði betur í Mosfellsbæ Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag. 19. október 2019 15:36 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Síðari tveimur leikjunum í Olís deild kvenna var að ljúka nú rétt í þessu. Stjarnan tapaði loks leik þegar þær mættu Fram í Safamýri, lokatölur 28-25 heimastúlkum í vil. Þá gerðu Haukar góða ferð til Vestmannaeyja þar sem þær unnu sinn fyrsta leik á tímabilinu. Þriggja marka sigur staðreynd, 21-18 og stigin Hauka að þessu sinni. Fram sigldi fram úr í lokin Í Safamýrinni byrjuðu gestirnir úr Garðabænum betur og voru með yfirhöndina í upphafi leiks. Um miðbik fyrri hálfleiks snérist leikurinn hins vegar Fram í hag, þær skoruðu þá fimm mörk í röð og Hafdís Renötudóttir múraði fyrir í markinu. Fór staðan úr því að vera 7-6 fyrir Stjörnunni í 11-7 Fram í vil. Stjörnuliðið brást við með því að skipta um markvörð og Hildur Öder Einarsdóttir gaf Hafdísi ekkert eftir hinu megin á vellinum. Þegar flautað var til hálfleiks voru Framstúlkur einu marki yfir, staðan 14-13. Upphaf síðari hálfleiks speglaði fyrri hálfleik en Stjarnan komst aftur yfir áður en heimastúlkur tóku völdin og unnu á endanum góðan þriggja marka sigur, 28-25. Fyrsta tap Stjörnunnar á tímabilinu þar með staðreynd. Mest náði Fram fimm marka forystu í síðari hálfleik. Markahæst hjá Fram var Karen Knútsdóttir með sjö mörk á meðan Þórey Anna Ásgeirsdóttir skoraði 10 fyrir Stjörnuna. Þá varði Hafdís 13 skot í marki Fram á meðan Hildur Öder varði 10 í marki Stjörnunnar. Sigur Fram þýðir að þær jafna Stjörnuna að stigum en bæði lið eru með átta stig í 2. og 3. sæti Olís deildarinnar. Á toppnum eru svo Valskonur en þær eru enn með fullt hús stiga eftir fimm umferðir.Þægilegt hjá Haukum gegn ÍBVÍ Eyjum var lítið skorað í fyrri hálfleik en Haukar voru mikið mun sterkari aðilinn. Voru þær sjö mörkum yfir þegar liðin gengu til búningsherbergja og sigurinn nánast í höfn. Heimastúlkur bitu frá sér í síðari hálfleik en munurinn var of mikill og Haukar unnu á endanum þriggja marka sigur, 21-18. Ásta Björt Júlíusdóttir og Ksenija Dzaferovic skoruðu fimm mörk hvor í liði ÍBV, þá varði Marta Wawrzykowska 12 skot í marki Eyjakvenna. Hjá Haukum var Sara Odden markahæst með átta mörk og Saga Sif Gísladóttir varði 10 skot í markinu. Var þetta fyrsti sigur Hauka í deildinni en þær eru nú með tvö stig í 7. sæti á meðan ÍBV er í 6. sætinu með þrjú stig.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir HK hafði betur í Mosfellsbæ Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag. 19. október 2019 15:36 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Handbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
HK hafði betur í Mosfellsbæ Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag. 19. október 2019 15:36