Handbolti

HK hafði betur í Mosfellsbæ

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
HK fór með sigrinum upp í fjórða sæti Olísdeildar kvenna
HK fór með sigrinum upp í fjórða sæti Olísdeildar kvenna vísir/vilhelm

Afturelding er enn án stiga í Olísdeild kvenna eftir tap gegn HK á heimavelli sínum í Mosfellsbæ í dag.

Gestirnir úr Kópavogi tóku yfirhöndina í leiknum snemma en Afturelding var þó aldrei skammt undan og staðan í hálfleik var 11-9 fyrir HK.

Í upphafi seinni hálfleiks náði HK að byggja sér upp aðeins meiri forystu og var munurinn í kringum þrjú, fjögur mörk mest allan seinni hálfleiksins.

Þegar upp var staðið vann HK 24-21 sigur.

Ágústa Huld Gunnarsdóttir var markahæst HK með 7 mörk, Elva Arinbjarnar gerði fjögur. Hjá Aftureldingu dró Anamaria Gugic vagninn með átta mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.