Óvíst hvenær Björn snýr aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. október 2019 09:00 Björn lætur rigna í leik með KR á síðustu leiktíð Vísir/Bára Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Björn hefur ekki enn leikið fyrir KR á þessari leiktíð og þó það hafi ekki enn haft áhrif á KR þar sem liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa þá er ljóst að þegar líða fer á tímabilið þarf liðið á öllum sínum leikmönnum að halda til að landa þeim sjöunda í röð. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon eru ekkert að yngjast og það var einmitt þá sem Björn steig upp á síðustu leiktíð en hann spilaði stóran þátt í því að KR landaði sínum sjötta Íslandsmeistaratitli í röð síðasta vor. Hann átti stórleik gegn Þór Þorlákshöfn þegar liðið var með bakið upp við vegg. Þá gerði hann 14 stig þegar KR knúði fram hreinan úrslitaleik við ÍR um Íslandsmeistaratitilinn, sem KR vann svo örugglega á endanum. Bjössi Kristjáns er algert villidýr af boltascreenum og ískaldur þegar hann grípur og skýtur fyrir utan línu. Alger lykilmaður í þessari seríu #dominosdeildin — Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) May 2, 2019 Björn glímir við meiðsli á mjöðm sem eru orðin það slæm að þau halda honum frá keppni. Læknar telja að það sé mjaðmakúlan sem valdi sársaukanum. „Þetta kom fyrst upp þegar ég var í Njarðvík,“ sagði Björn í viðtali við íþróttadeild Vísis. „Ég er búinn að vera glíma við þetta síðustu tvö ár í KR. Þegar ég hitna þá minnkar sársaukinn og ég hef alltaf geta spilað þó svo að sársaukinn sé það mikill á kvöldin að ég eigi oft erfitt með svefn,“ sagði Björn ennfremur. Hann fór í sprautu til að vinna bug á meiðslunum og telur sig verða betri með hverjum deginum sem líður. „Hún virðist vera hafa tilætluð áhrif og ég er að koma mér almennilega í gang, vonandi eru bara nokkrar vikur í viðbót þangað til ég kemst aftur út á gólf,“ sagði Björn að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 80-99 | Öruggt hjá meisturunum eftir brösuga byrjun í Grafarvogi KR vann öflugan 19 stiga sigur á nýliðum Fjölnis í 3. umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var þó ekki jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Viðtöl væntanleg. 17. október 2019 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Björn hefur ekki enn leikið fyrir KR á þessari leiktíð og þó það hafi ekki enn haft áhrif á KR þar sem liðið hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa þá er ljóst að þegar líða fer á tímabilið þarf liðið á öllum sínum leikmönnum að halda til að landa þeim sjöunda í röð. Þeir Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon eru ekkert að yngjast og það var einmitt þá sem Björn steig upp á síðustu leiktíð en hann spilaði stóran þátt í því að KR landaði sínum sjötta Íslandsmeistaratitli í röð síðasta vor. Hann átti stórleik gegn Þór Þorlákshöfn þegar liðið var með bakið upp við vegg. Þá gerði hann 14 stig þegar KR knúði fram hreinan úrslitaleik við ÍR um Íslandsmeistaratitilinn, sem KR vann svo örugglega á endanum. Bjössi Kristjáns er algert villidýr af boltascreenum og ískaldur þegar hann grípur og skýtur fyrir utan línu. Alger lykilmaður í þessari seríu #dominosdeildin — Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) May 2, 2019 Björn glímir við meiðsli á mjöðm sem eru orðin það slæm að þau halda honum frá keppni. Læknar telja að það sé mjaðmakúlan sem valdi sársaukanum. „Þetta kom fyrst upp þegar ég var í Njarðvík,“ sagði Björn í viðtali við íþróttadeild Vísis. „Ég er búinn að vera glíma við þetta síðustu tvö ár í KR. Þegar ég hitna þá minnkar sársaukinn og ég hef alltaf geta spilað þó svo að sársaukinn sé það mikill á kvöldin að ég eigi oft erfitt með svefn,“ sagði Björn ennfremur. Hann fór í sprautu til að vinna bug á meiðslunum og telur sig verða betri með hverjum deginum sem líður. „Hún virðist vera hafa tilætluð áhrif og ég er að koma mér almennilega í gang, vonandi eru bara nokkrar vikur í viðbót þangað til ég kemst aftur út á gólf,“ sagði Björn að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00 Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 80-99 | Öruggt hjá meisturunum eftir brösuga byrjun í Grafarvogi KR vann öflugan 19 stiga sigur á nýliðum Fjölnis í 3. umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var þó ekki jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Viðtöl væntanleg. 17. október 2019 21:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Haukar 102-84 | Íslandsmeistararnir flugu hátt yfir Hauka KR fór létt með Hauka í kvöld er liðin mættust í DHL-Höllinni í Vesturbæ. 10. október 2019 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - KR 80-99 | Öruggt hjá meisturunum eftir brösuga byrjun í Grafarvogi KR vann öflugan 19 stiga sigur á nýliðum Fjölnis í 3. umferð Dominos deildar karla í körfubolta í kvöld. Sigurinn var þó ekki jafn öruggur og lokatölur gefa til kynna. Viðtöl væntanleg. 17. október 2019 21:15