Enski boltinn

„Kane og Lewandowski eru tveir af fjórum bestu framherjum í heimi“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kane og Lewandowski mætast í kvöld.
Kane og Lewandowski mætast í kvöld. vísir/getty
Niko Kovac, þjálfari Bayern München, segir að framherjarnir Harry Kane og Robert Lewandowski séu tveir af fjórum bestu framherjum í heimi en þeir mætast í kvöld.

Bayern heimsækir Tottenham í 2. umferð Meistaradeildarinnar í kvöld en leikið verður á nýja leikvangi Tottenham í Lundúnum í kvöld.

Á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins hrósaði Króatinn Kovac fyrirliða enska landsliðsins í hástert.

„Ég gæti sagt margt um Harry Kane en það er enginn þörf á því. Fólkið fyrir framan mig núna hefur nú þegar sagt allt sem er hægt að segja um hann,“ sagði Króatinn á blaðamannafundi í gær.





„Hans gæði í úrvalsdeildinni og einnig fyrir England tala sínu máli. Hann er stórkostlegur. Hann er leikmaður sem getur gert allt. Haldið boltanum, góður með höfðinu og ekkert sem hann getur ekki gert.“

„Hann er mjög sterkur framherji. Hann og Lewandowski eru líklega í topp þrjú eða fjögur í heiminum. Báðir eru þeir árangursríkir og ég mun gefa liðinu mínu upplýsingar um Harry Kane sem ég gef ykkur ekki,“ grínaðist Kovac að lokum.

Leikur Tottenham og Bayern verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og hefst útsending klukkan 18.50.

Upphitun hefst í Meistaradeildarmessunni klukkan 18.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×