Enski boltinn

Arsenal óttast að geta ekki losnað við Özil í janúar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mesut Özil, leikmaður Arsenal.
Mesut Özil, leikmaður Arsenal. vísir/getty
Arsenal óttast að það verði erfitt að losa Mesut Özil frá félaginu í janúar en Lundúnarliðið vill losa sig við Þjóðverjann.

Özil var ekki í leikmannahópi Arsenal gegn Manchester United á mánudagskvöldið og hefur einungis byrjað einn leik á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni.

Özil er með 350 þúsund pund á viku og er talið að Arsenal vilji losna sig við janúar. Þeir vilja lána hann út en það gæti reynst þrautinni þyngri vegna launa þess þýska.





Fyrrum heimsmeistarinn er þó ekki sagður áhugasamur um að fara á láni frá félaginu en Arsenal var talið reiðubúið að borga hluta af launum Özil.

Özil er með samning hjá Arsenal til 2021 og er sagður ánægður í London þrátt fyrir óhugnanlega árás í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×