Viðskipti innlent

Kristín Linda valin úr hópi 110 umsækjenda

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Kristín Linda Árnadóttir, nýr aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Kristín Linda Árnadóttir, nýr aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar.
Kristín Linda Árnadóttir hefur verið ráðin aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, en hún hefur verið forstjóri Umhverfisstofnunar frá árinu 2008. Kristín tekur við starfinu af Rögnu Árnadóttur, sem tekið hefur verið starfi skrifstofustjóra Alþingis. Alls sóttu 110 einstaklingar um stöðu aðstoðarforstjóra Landsvirkjunar.

Í tilkynningu frá Landsvirkjun þar sem greint er frá vistaskiptunum segir að Kristín Linda hafi lokið embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 1998, meistaranámi í alþjóðlegum umhverfisfræðum (LUMES) frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið 2002 og LL.M. meistaragráðu í Evrópurétti við lagadeild Háskólans í Lundi árið 2003.

Þá hefur hún lagt stund á stjórnunarnám við Saïd Business School í Oxford háskóla. Kristín var jafnframt um tíma stundakennari og prófdómari í námskeiðum í umhverfisrétti við háskólastofnanir á Íslandi.

Áður en Kristín hóf störf hjá Umhverfisstofnun starfaði hún sem lagt stund á stjórnunarnám við Saïd Business School í Oxford háskóla. Kristín var jafnframt um tíma stundakennari og prófdómari í námskeiðum í umhverfisrétti við háskólastofnanir á Íslandi.

Meðfram námi og störfum er Kristín Linda sögð hafa verið fulltrúi Íslands í evrópsku neti ábyrgðaraðila á innleiðingu vatnatilskipunar Evrópusambandsins, evrópsku neti forstjóra evrópskra umhverfisstofnana, fulltrúi Íslands í stýrihópi um norræna umhverfismerkið Svaninn og stýri nú vinnuhópi í Norðurskautsráðinu sem vinnur að því að draga úr losun sóts og metans (EGBMC) á norðurslóðum.


Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,15
11
38.105
HAGA
2,41
10
263.415
REGINN
1,58
7
459.461
SJOVA
1,4
11
121.916
LEQ
1,33
2
518

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,94
10
182.919
SKEL
-1,92
1
306
MAREL
-1,12
17
251.703
SIMINN
-0,78
4
68.241
ARION
-0,19
29
918.872
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.