Enski boltinn

Gylfi Sigurðsson einn af tíu umræðupunktum Mirror eftir helgina í enska boltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum á laugardagskvöldið.
Gylfi í leiknum á laugardagskvöldið. vísir/getty
Gylfi Sigurðsson fékk ekki góða dóma hjá Mirror fyrir frammistöðu sína með Everton um helgina en Everton tapaði 3-1 fyrir Englandsmeisturum Man. City.

Everton hefur farið illa af stað í enska boltanum og enski miðillinn Mirror tekur saman tíu punkta eftir hverja umferð sem vakti athygli.

Á meðan spyrnusérfræðingur Manchester City, Riyad Mahrez, var í stuði þá var Mirror ekki á sama máli hvað varðar Gylfa.

„Því miður fyrir Gylfa Sigurðsson. Þegar einn aukaspyrnusérfræðingur blómstraði þá var annar sem olli vonbrigðum og það er að verða of algengt,“ segir í frétt Mirror.





„Íslendingurinn var aftur ekki í takt við leikinn á meðan gestirnir stýrðu leiknum. Hann var of oft sekur um að gefa boltann frá sér þegar lið Marco Silva var í góðum stöðum.“

„Sem einn af mörgum leikmönnum sem hafa verið keyptir fyrir háa fjárhæð á Goodison ætti að vera meiri pressa á fyrrum Swansea-leikmanninum að byrja koma eitthvað.“

„Staðsettir í 15. sæti deildarinnar þá þarf Everton Gylfa,“ segir að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×