Viðskipti innlent

Koli­bri gerir sam­starfs­samning við Kiwi

Atli Ísleifsson skrifar
Steinar Farestveit, Árni Jónsson, Hugi Hlynsson og Rikhard Arnar B. Birgisson frá Kolibri við höfuðstöðvar Kiwi í Tékklandi.
Steinar Farestveit, Árni Jónsson, Hugi Hlynsson og Rikhard Arnar B. Birgisson frá Kolibri við höfuðstöðvar Kiwi í Tékklandi. Kolibri
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri hefur gert samstarfssamning við tékkneska ferðatæknifyrirtækið Kiwi.com. Felur samstarfið í sér þróun á tæknilausnum Kiwi með áherslu á snjallsímalausnir og notendaupplifun.Í tilkynningu kemur fram að Kolibri leggi til þróunarteymi skipað hönnuðum og hugbúnaðarsérfræðingum sem munu vinna með Kiwi að greiningu, útfærslu og þróun á snjallsímalausnum þeirra.Um 2.900 manns starfa hjá Kiwi víðsvegar um heim. Segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi verið í miklum vexti undanfarin ár og sé nú með skrifstofur í nítján löndum, meðal annars á Spáni og í Serbíu, Slóvakíu og Bandaríkjunum. Höfuðstöðvar félagsins eru í Brno í Tékklandi.Haft er eftir Ívari Þorsteinssyni, sölu- og markaðsstjóri Kolibri, að þetta sé mjög spennandi samstarf og ákveðin viðurkenning á starfsemi Kolibri á alþjóðavettvangi. „Ennfremur þýðir þetta að Kolibri vex og dafnar enn frekar og nú í samstarfi við alþjóðlegan aðila sem er í fararbroddi á sínu sviði.“Um þrjátíu manns starfa hjá Kolibri. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
0,36
2
104
SYN
0,2
2
873
ICEAIR
0
11
3.231
KVIKA
0
1
196
FESTI
0
3
120.582

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-2,82
1
172
REITIR
-1,62
6
27.644
ARION
-1,53
9
59.009
SIMINN
-1,35
6
50.373
TM
-1,24
4
140.674
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.