Viðskipti innlent

Koli­bri gerir sam­starfs­samning við Kiwi

Atli Ísleifsson skrifar
Steinar Farestveit, Árni Jónsson, Hugi Hlynsson og Rikhard Arnar B. Birgisson frá Kolibri við höfuðstöðvar Kiwi í Tékklandi.
Steinar Farestveit, Árni Jónsson, Hugi Hlynsson og Rikhard Arnar B. Birgisson frá Kolibri við höfuðstöðvar Kiwi í Tékklandi. Kolibri

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Kolibri hefur gert samstarfssamning við tékkneska ferðatæknifyrirtækið Kiwi.com. Felur samstarfið í sér þróun á tæknilausnum Kiwi með áherslu á snjallsímalausnir og notendaupplifun.

Í tilkynningu kemur fram að Kolibri leggi til þróunarteymi skipað hönnuðum og hugbúnaðarsérfræðingum sem munu vinna með Kiwi að greiningu, útfærslu og þróun á snjallsímalausnum þeirra.

Um 2.900 manns starfa hjá Kiwi víðsvegar um heim. Segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi verið í miklum vexti undanfarin ár og sé nú með skrifstofur í nítján löndum, meðal annars á Spáni og í Serbíu, Slóvakíu og Bandaríkjunum. Höfuðstöðvar félagsins eru í Brno í Tékklandi.

Haft er eftir Ívari Þorsteinssyni, sölu- og markaðsstjóri Kolibri, að þetta sé mjög spennandi samstarf og ákveðin viðurkenning á starfsemi Kolibri á alþjóðavettvangi. „Ennfremur þýðir þetta að Kolibri vex og dafnar enn frekar og nú í samstarfi við alþjóðlegan aðila sem er í fararbroddi á sínu sviði.“

Um þrjátíu manns starfa hjá Kolibri. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.