Viðskipti innlent

Icelandair hættir flugi til San Francisco og Kansas City

Samúel Karl Ólason skrifar
Í yfirlýsingu frá félaginu segir að árleg endurskoðun á flugáætlun þess fyrir sumarið 2020 standi nú yfir og markmið þeirrar vinnu sé að bæta afkomu leiðakerfisins og lágmarka áhættu vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvéla.
Í yfirlýsingu frá félaginu segir að árleg endurskoðun á flugáætlun þess fyrir sumarið 2020 standi nú yfir og markmið þeirrar vinnu sé að bæta afkomu leiðakerfisins og lágmarka áhættu vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvéla. Vísir/Vilhelm

Forsvarsmenn Icelandair hafa ákveðið að hætta flugi til San Francisco og Kansas City í Bandaríkjunum. Afkoma þessara leiða hefur ekki staðið undir væntingum. Í yfirlýsingu frá félaginu segir að árleg endurskoðun á flugáætlun þess fyrir sumarið 2020 standi nú yfir og markmið þeirrar vinnu sé að bæta afkomu leiðakerfisins og lágmarka áhættu vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvéla.

Ennfremur segir að verið sé að skoða að bæta nýjum áfangastöðum við leiðakerfið.

Enn liggur ekki fyrir hvenær MAX-vélar verða teknar aftur í notkun en þær voru kyrrsettar í vegna tveggja flugslysa á hálfu ári. Max-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Frakklands í næstu viku þar sem þær verða geymdar loftslagi sem fer betur með vélarnar.

Sjá einnig: Myndi taka alla fjölskylduna með í MAX-flug

Um er að ræða fimm Boeing 737 MAX-8 vélar og eina Max-9 vél en búið er að fá leyfi fyrir að fljúga MAX-8 vélunum til Toulouse í Frakklandi en ekki MAX-9. Icelandair hefur farið í gegnum flókna vinnu til að afla tilskilinna leyfa fyrir ferjufluginu því uppfylla þarf ströng skilyrði.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði nýverið að félagið gerði enn ráð fyrir að MAX-vélarnar yrðu komnar í notkun á ný í janúar næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
2,64
22
261.354
ICEAIR
1,56
9
81.326
REGINN
1,4
16
446.712
EIK
1
14
287.832
LEQ
1
2
1.000

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
VIS
-3,16
10
134.290
SJOVA
-2,45
5
162.100
MAREL
-1,97
18
936.827
SIMINN
-1,66
6
156.170
FESTI
-1,5
6
255.290
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.