Þarf súrefni Hörður Ægisson skrifar 20. september 2019 08:00 Hún var ekki endilega mjög björt, myndin sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gylfi Zoega hagfræðiprófessor drógu upp á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air og loðnubrest gera hagvaxtarspár ráð fyrir aðeins 0,2 prósenta samdrætti í ár og að á næsta ári verði vöxturinn um tvö prósent. Seðlabankastjóri óttast hins vegar að þessi sviðsmynd kunni að reynast of bjartsýn, einkum þar sem blikur séu á lofti í heimshagkerfinu, og að „óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til vera satt“, útskýrði Ásgeir. Þá benti Gylfi á erfiða stöðu ferðaþjónustunnar, sem væri með of mikinn launakostnað, og að hættan væri sú að það yrðu ekki aðeins veikari fyrirtækin sem myndu lenda í hremmingum. Það voru hins vegar ummæli Gylfa um Icelandair sem vöktu mesta athygli. Þar bað Gylfi, sem mætti á fundinn í krafti setu sinnar í peningastefnunefnd, þingmenn um að fylgjast vel með stöðu Icelandair. „Ef við reiknum fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig?“ spurði Gylfi, og sagði að ekki „mætti veðja þjóðarbúinu á“ að Icelandair fái bætur frá Boeing. „Þetta er eitthvað sem þið verðið að huga að.“ Áhyggjur af fjárhagsstöðu Icelandair eru réttmætar en setja má spurningarmerki við að fulltrúi Seðlabankans setji þær fram með slíkum hætti opinberlega. Erfitt er að sjá hvað stjórnmálamenn geta gert þegar kemur að erfiðleikum í rekstri flugfélagsins. Engin ástæða er til að ætla annað en að stjórnendur Icelandair vinni nú fullum fetum að því að styrkja fjárhag félagsins á óvissutímum. Þrátt fyrir hremmingar í ferðaþjónustu hefur atvinnuleysið ekki aukist eins mikið og margir óttuðust. Hætt er við að það kunni að breytast. Mörg fyrirtæki hafa frestað hagræðingaraðgerðum en að lokum kemur að skuldadögum sem munu birtast í vaxandi atvinnuleysi. Sögulega séð hefur gengisfall ávallt verið fylgifiskur efnahagssamdráttar, sem hefur þá um leið gefið útflutningsgreinum viðspyrnu, með þeim afleiðingum að verðbólga hefur aukist og vextir hækkað. Nú er öldin önnur. Sterk staða þjóðarbúsins og 800 milljarða gjaldeyrisforði eykur tiltrú á stöðugleika krónunnar og gefur Seðlabankanum færi á að halda verðbólgu við markmið. Það er samt alltaf einhver fórnarkostnaður. Atvinnuleysi gæti þannig orðið meira en við höfum oft áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Stjórnvöld hafa tæki og tól til að milda hagsveifluna. Seðlabankinn hefur gert sitt, vextir hafa lækkað úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent, en meira þarf til. Fjármagn er af skornum skammti og bankakerfið á bremsunni. Frekari vaxtalækkanir einar og sér laga það ekki. Tvennt mætti gera til að bæta þar úr. Ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunaraukans ofan á eiginfjárkröfur bankanna, sem tekur gildi í ársbyrjun 2020, var misráðin enda mátti vera ljóst að hagkerfið væri að kólna. Nýr seðlabankastjóri hlýtur að leggja áherslu á að leiðrétta þau mistök. Þá ætti að girða fyrir að Íbúðalánasjóði verði heimilt að ráðstafa umtalsverðu lausafé sínu í innlánum í Seðlabankanum. Það fé þyrfti þá að leita í aðra fjárfestingarkosti sem væri til þess fallið að auka framboð lánsfjármagns. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hagkerfið þarf á súrefni að halda nema markmiðið sé að kæfa það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Eftir Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hún var ekki endilega mjög björt, myndin sem Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Gylfi Zoega hagfræðiprófessor drógu upp á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Þrátt fyrir gjaldþrot WOW air og loðnubrest gera hagvaxtarspár ráð fyrir aðeins 0,2 prósenta samdrætti í ár og að á næsta ári verði vöxturinn um tvö prósent. Seðlabankastjóri óttast hins vegar að þessi sviðsmynd kunni að reynast of bjartsýn, einkum þar sem blikur séu á lofti í heimshagkerfinu, og að „óvissan sé niður á við, að þetta sé of gott til vera satt“, útskýrði Ásgeir. Þá benti Gylfi á erfiða stöðu ferðaþjónustunnar, sem væri með of mikinn launakostnað, og að hættan væri sú að það yrðu ekki aðeins veikari fyrirtækin sem myndu lenda í hremmingum. Það voru hins vegar ummæli Gylfa um Icelandair sem vöktu mesta athygli. Þar bað Gylfi, sem mætti á fundinn í krafti setu sinnar í peningastefnunefnd, þingmenn um að fylgjast vel með stöðu Icelandair. „Ef við reiknum fram í tímann, hvenær verður eigið fé þar komið á hættulegt stig?“ spurði Gylfi, og sagði að ekki „mætti veðja þjóðarbúinu á“ að Icelandair fái bætur frá Boeing. „Þetta er eitthvað sem þið verðið að huga að.“ Áhyggjur af fjárhagsstöðu Icelandair eru réttmætar en setja má spurningarmerki við að fulltrúi Seðlabankans setji þær fram með slíkum hætti opinberlega. Erfitt er að sjá hvað stjórnmálamenn geta gert þegar kemur að erfiðleikum í rekstri flugfélagsins. Engin ástæða er til að ætla annað en að stjórnendur Icelandair vinni nú fullum fetum að því að styrkja fjárhag félagsins á óvissutímum. Þrátt fyrir hremmingar í ferðaþjónustu hefur atvinnuleysið ekki aukist eins mikið og margir óttuðust. Hætt er við að það kunni að breytast. Mörg fyrirtæki hafa frestað hagræðingaraðgerðum en að lokum kemur að skuldadögum sem munu birtast í vaxandi atvinnuleysi. Sögulega séð hefur gengisfall ávallt verið fylgifiskur efnahagssamdráttar, sem hefur þá um leið gefið útflutningsgreinum viðspyrnu, með þeim afleiðingum að verðbólga hefur aukist og vextir hækkað. Nú er öldin önnur. Sterk staða þjóðarbúsins og 800 milljarða gjaldeyrisforði eykur tiltrú á stöðugleika krónunnar og gefur Seðlabankanum færi á að halda verðbólgu við markmið. Það er samt alltaf einhver fórnarkostnaður. Atvinnuleysi gæti þannig orðið meira en við höfum oft áður vanist þegar kreppir að í efnahagslífinu. Stjórnvöld hafa tæki og tól til að milda hagsveifluna. Seðlabankinn hefur gert sitt, vextir hafa lækkað úr 4,5 prósentum í 3,5 prósent, en meira þarf til. Fjármagn er af skornum skammti og bankakerfið á bremsunni. Frekari vaxtalækkanir einar og sér laga það ekki. Tvennt mætti gera til að bæta þar úr. Ákvörðun um hækkun sveiflujöfnunaraukans ofan á eiginfjárkröfur bankanna, sem tekur gildi í ársbyrjun 2020, var misráðin enda mátti vera ljóst að hagkerfið væri að kólna. Nýr seðlabankastjóri hlýtur að leggja áherslu á að leiðrétta þau mistök. Þá ætti að girða fyrir að Íbúðalánasjóði verði heimilt að ráðstafa umtalsverðu lausafé sínu í innlánum í Seðlabankanum. Það fé þyrfti þá að leita í aðra fjárfestingarkosti sem væri til þess fallið að auka framboð lánsfjármagns. Það er ekki eftir neinu að bíða. Hagkerfið þarf á súrefni að halda nema markmiðið sé að kæfa það.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun