Handbolti

Þægilegt hjá Skjern

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar Örn Jónsson
Elvar Örn Jónsson vísir/vilhelm
Skjern hafði betur gegn Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kolding gerði jafntefli við Lemvig-Thyborön á heimavelli.Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í Skjern unnu fjögurra marka sigur á Fredericia 29-25 eftir að hafa verið 14-11 yfir í hálfleik.Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Skjern en Björgvin Páll Gústavsson kom ekki við sögu í leiknum.Kolding hafði verið með yfirhöndina gegn Lemvig allan seinni hálfleikinn en gestirnir skoruðu jöfnunarmark á síðustu sekúndum leiksins og tryggðu sér stig.Leiknum lauk með 23-23 jafntefli eftir að Kolding var 12-10 yfir í hálfleik.Árni Bragi Eyjólfsson komst ekki á blað í liði Kolding.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.