Handbolti

Þægilegt hjá Skjern

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Elvar Örn Jónsson
Elvar Örn Jónsson vísir/vilhelm

Skjern hafði betur gegn Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Kolding gerði jafntefli við Lemvig-Thyborön á heimavelli.

Lærisveinar Patreks Jóhannessonar í Skjern unnu fjögurra marka sigur á Fredericia 29-25 eftir að hafa verið 14-11 yfir í hálfleik.

Elvar Örn Jónsson skoraði eitt mark fyrir Skjern en Björgvin Páll Gústavsson kom ekki við sögu í leiknum.

Kolding hafði verið með yfirhöndina gegn Lemvig allan seinni hálfleikinn en gestirnir skoruðu jöfnunarmark á síðustu sekúndum leiksins og tryggðu sér stig.

Leiknum lauk með 23-23 jafntefli eftir að Kolding var 12-10 yfir í hálfleik.

Árni Bragi Eyjólfsson komst ekki á blað í liði Kolding.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.