Handbolti

Öruggur sigur GOG í Meistaradeildinni | Sjáðu stórkostlegt tilþrif Óðins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. vísir/gog

GOG vann sjö marka sigur á Chekhovskie medvedi í Meistaradeild Evrópu, 38-31, en danska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum en Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark úr sínu eina skoti í leiknum.

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG sem er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína í riðlinum en þeir höfðu betur gegn Kristianstad.

Eina mark Óðins í leiknum var heldur betur fallegt en það má sjá hér að neðan. Twitter-síða Meistaradeildarinnar vakti athygli á tilþrifunum má sjá hér að neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.