Handbolti

Öruggur sigur GOG í Meistaradeildinni | Sjáðu stórkostlegt tilþrif Óðins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson.
Óðinn Þór Ríkharðsson. vísir/gog
GOG vann sjö marka sigur á Chekhovskie medvedi í Meistaradeild Evrópu, 38-31, en danska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark úr tveimur skotum en Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark úr sínu eina skoti í leiknum.

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð vaktina í marki GOG sem er búið að vinna fyrstu tvo leiki sína í riðlinum en þeir höfðu betur gegn Kristianstad.

Eina mark Óðins í leiknum var heldur betur fallegt en það má sjá hér að neðan. Twitter-síða Meistaradeildarinnar vakti athygli á tilþrifunum má sjá hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.