Viðskipti erlent

Bar­bie kynnir kyn­hlut­lausar dúkkur til leiks

Atli Ísleifsson skrifar
Talsmenn Mattel segjast hafa unnið náið með sérfræðingum, foreldrum, heilbrigðisstarfsfólki og ekki síst börnum til að skapa þau sex dúkkusett sem nú koma á markaðinn.
Talsmenn Mattel segjast hafa unnið náið með sérfræðingum, foreldrum, heilbrigðisstarfsfólki og ekki síst börnum til að skapa þau sex dúkkusett sem nú koma á markaðinn. mattel

Barbie-dúkkuframleiðandinn Mattel hefur hafið sölu á kynhlutlausum dúkkum sem framleiðendur segja að munu gefa börnum kleift að „tjá sig frjálslega“.

Með nýju dúkkulínunni, sem kölluð er Sköpunarheimur (e. Creatable World), fylgja nokkrir möguleikar til að klæða dúkkuna, fylgihlutir og hárgreiðslur. Þannig geti börn klætt og mótað dúkkurnar með stuttu eða síðu hári, klætt þær í pils, buxur eða jafnvel bæði.

Talsmenn Mattel segjast hafa unnið náið með sérfræðingum, foreldrum, heilbrigðisstarfsfólki og ekki síst börnum til að skapa þau sex dúkkusett sem nú koma á markaðinn. Með hverju setti fylgir ein dúkka, tveir möguleikar á hárgreiðslu og „endalausir“ möguleikar til að stílfæra dúkkuna.

Staðalímyndir skilgreini ekki leikinn

Kim Culmone, aðstoðarforstjóri Mattel, segir nýju línuna til marks um breytta tíma, endurspeglun menningar og að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi talið tímabært að skapa dúkkulínu „lausa við merkimiða“.

„Með rannsóknum höfum við komist að því að krakkar vilji ekki að staðalímynd kynja skilgreini leikföng sín,“ segir Culmone.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
8,11
9
94.152
KVIKA
6,76
25
308.808
ARION
4,55
29
389.714
SJOVA
4,18
10
52.541
ORIGO
3,69
4
37.712

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-2,18
3
4.337
REGINN
-2,17
10
174.896
ICEAIR
-2,16
55
23.375
SKEL
-1,49
2
30.781
MAREL
-0,73
42
403.086
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.