Formúla 1

Hamilton aftur á sigurbraut

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton kemur fyrstur í mark.
Hamilton kemur fyrstur í mark. vísir/getty
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í rússneska kappakstrinum í dag.

Þetta er níunda keppnin sem Hamilton vinnur á tímabilinu og í fjórða sinn sem Hamilton vinnur rússneska kappaksturinn á ferlinum. Hann er með örugga forystu í keppni ökuþóra.

Liðsfélagi hans á Mercedes, Valtteri Bottas, varð annar og Charles Leclerc á Ferrari, sem var á rásspól, þriðji.



Þetta var fyrsti sigur Mercedes síðan í ungverska kappakstrinum. Fyrir Rússlandskappaksturinn hafði Ferrari unnið þrjár keppnir í röð.

Sebastian Vettel, sem vann kappaksturinn í Singapúr um síðustu helgi, byrjaði vel og leiddi framan af. En hann þurfti að hætta vegna vélarbilunar.



Mercedes-mennirnir Hamilton og Bottas nýttu sér það og tóku efstu tvö sætin.

Max Verstappen á Red Bull varð fjórði og samherji hans, Alexander Albon, fimmti.



Næsti keppni fer fram í Japan eftir tvær vikur. Fimm keppnum er ólokið á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×