Formúla 1

Hamilton aftur á sigurbraut

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton kemur fyrstur í mark.
Hamilton kemur fyrstur í mark. vísir/getty

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes hrósaði sigri í rússneska kappakstrinum í dag.

Þetta er níunda keppnin sem Hamilton vinnur á tímabilinu og í fjórða sinn sem Hamilton vinnur rússneska kappaksturinn á ferlinum. Hann er með örugga forystu í keppni ökuþóra.

Liðsfélagi hans á Mercedes, Valtteri Bottas, varð annar og Charles Leclerc á Ferrari, sem var á rásspól, þriðji.


Þetta var fyrsti sigur Mercedes síðan í ungverska kappakstrinum. Fyrir Rússlandskappaksturinn hafði Ferrari unnið þrjár keppnir í röð.

Sebastian Vettel, sem vann kappaksturinn í Singapúr um síðustu helgi, byrjaði vel og leiddi framan af. En hann þurfti að hætta vegna vélarbilunar.

Mercedes-mennirnir Hamilton og Bottas nýttu sér það og tóku efstu tvö sætin.

Max Verstappen á Red Bull varð fjórði og samherji hans, Alexander Albon, fimmti.

Næsti keppni fer fram í Japan eftir tvær vikur. Fimm keppnum er ólokið á tímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.