Handbolti

Álaborg með fullt hús í Meistaradeildinni en átján íslensk mörk í tapi Kristianstad

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur fagnar marki.
Ólafur fagnar marki. vísir/getty
Íslendingaliðið Álaborg vann frábæran eins marks sigur, 29-28, á Cejle Lasko á útivelli er liðin mættust í A-riðli Meistaradeildarinnar í handbolta.Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og voru fjórum mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 14-10.Mögnuð endurkoma Dananna sem skoruðu sigurmarkið 90 sekúndum fyrir leikslok.Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk úr fimm skotum en Magnus Sagustrup Jensen var markahæstur í liði Álaborgar. Hann gerði fimm mörk.Álaborg er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina í A-riðlinum.Annað Íslendingalið, Kristianstad, tapaði 36-29 fyrir Wisla Plock á útivelli D-riðlinum. Staðan var 19-13 fyrir Wisla Plock í hálfleik.Ólafur Guðmundsson fór á kostum í liði Kristianstad en hann skoraði tólf mörk fyrir Kristiandstad og Teitur Örn Einarsson bætti við sex.Kristianstad er búið að tapa fyrstu þremur leikjunum í riðlinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.