Handbolti

Álaborg með fullt hús í Meistaradeildinni en átján íslensk mörk í tapi Kristianstad

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur fagnar marki.
Ólafur fagnar marki. vísir/getty

Íslendingaliðið Álaborg vann frábæran eins marks sigur, 29-28, á Cejle Lasko á útivelli er liðin mættust í A-riðli Meistaradeildarinnar í handbolta.

Heimamenn voru mun sterkari í fyrri hálfleik og voru fjórum mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 14-10.

Mögnuð endurkoma Dananna sem skoruðu sigurmarkið 90 sekúndum fyrir leikslok.

Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk úr fimm skotum en Magnus Sagustrup Jensen var markahæstur í liði Álaborgar. Hann gerði fimm mörk.

Álaborg er með fullt hús stiga eftir fyrstu þrjá leikina í A-riðlinum.

Annað Íslendingalið, Kristianstad, tapaði 36-29 fyrir Wisla Plock á útivelli D-riðlinum. Staðan var 19-13 fyrir Wisla Plock í hálfleik.

Ólafur Guðmundsson fór á kostum í liði Kristianstad en hann skoraði tólf mörk fyrir Kristiandstad og Teitur Örn Einarsson bætti við sex.

Kristianstad er búið að tapa fyrstu þremur leikjunum í riðlinum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.