Körfubolti

Kári búinn að semja við Hauka

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kári er aftur kominn í rautt.
Kári er aftur kominn í rautt. vísir/anton
Körfuboltakappinn Kári Jónsson skrifaði í dag undir eins árs samning við uppeldisfélag sitt, Hauka. Hann snýr nú formlega heim frá Barcelona.

Fyrir ári síðan samdi Kári við stórlið Barcelona en þar lenti hann snemma í erfiðum meiðslum sem kláruðu veturinn hjá honum þar. Hann varð tvisvar að leggjast undir hnífinn.

Kári byrjaði aftur að æfa í sumar og hann sagði þá við Vísi að hann myndi ekki taka neina ákvörðun með sinn feril fyrr en ljóst væri að hann gæti höndlað álag og spilað almennilega.

Það vekur athygli að Kári sé að semja við Hauka því það er innan við mánuður síðan tilkynnt var að hann hefði samið við finnska félagið, Helsinki Seagulls. Samningnum var rift á dögunum þar sem Kári hefur ekki náð fullri heilsu.

Nú er ljóst að ekkert verður af Finnlandsævintýri hjá Kára í bili en það eru frábærar fréttir fyrir Dominos-deildina að fá Kára í hana í vetur.


Tengdar fréttir

Kári Jónsson til Finnlands

Körfuboltamaðurinn Kári Jónsson hefur skrifað undir við finnska félagið, Helsinki Seagulls, en félagið tilkynnti þetta á vef sínum í morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.