Körfubolti

Kári fer ekki til Finnlands: Á leið í Hauka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Jónsson í leik með Barcelona á síðustu leiktíð.
Kári Jónsson í leik með Barcelona á síðustu leiktíð. vísir/getty
Kári Jónsson mun ekki leika í Finnlandi í vetur eins og vonir stóðu til eftir að hann samdi við Helsinki Seagulls í sumar.

Samningi hans við félagið hefur rift en ástæðan er sú að meiðslin eru enn að plaga Kára eftir aðgerð sem hann gekkst undir fyrr á árinu.

Þjálfari félagsins sagði í samtali við heimasíðu félagsins að liðið þurfi leikmann sem geti spilað af fullum krafti strax fá byrjun.

Kári mun því leika í Dominos-deildinni á komandi leiktíð en Morgunblaðið greinir frá því að hann verði tilkynntur sem leikmaður Hauka í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.