Körfubolti

Kári fer ekki til Finnlands: Á leið í Hauka

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Jónsson í leik með Barcelona á síðustu leiktíð.
Kári Jónsson í leik með Barcelona á síðustu leiktíð. vísir/getty

Kári Jónsson mun ekki leika í Finnlandi í vetur eins og vonir stóðu til eftir að hann samdi við Helsinki Seagulls í sumar.

Samningi hans við félagið hefur rift en ástæðan er sú að meiðslin eru enn að plaga Kára eftir aðgerð sem hann gekkst undir fyrr á árinu.

Þjálfari félagsins sagði í samtali við heimasíðu félagsins að liðið þurfi leikmann sem geti spilað af fullum krafti strax fá byrjun.

Kári mun því leika í Dominos-deildinni á komandi leiktíð en Morgunblaðið greinir frá því að hann verði tilkynntur sem leikmaður Hauka í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.