Handbolti

Bjarki Már þriðji markahæstur í þýsku deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már hefur skorað 7,5 mörk að meðaltali í leik það sem af er tímabils.
Bjarki Már hefur skorað 7,5 mörk að meðaltali í leik það sem af er tímabils. vísir/getty

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, hefur farið vel af stað með Lemgo og er þriðji markahæsti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar.

Bjarki hefur skorað 30 mörk í fyrstu fjórum leikjum Lemgo í deildinni. Liðið vann fyrsta leik sinn en hefur nú tapað þremur í röð.

Íslenskættaði Daninn Hans Óttar Lindberg, leikmaður Füchse Berlin, er markahæstur í deildinni með 34 mörk. Landi hans, Morten Olsen, sem leikur með Hannover-Burgdorf, er næstmarkahæstur með 33 mörk. Hann hefur einnig gefið 20 stoðsendingar.

Bjarki hefur nýtt 79% skota sinna það sem af er tímabili. Tíu af 30 mörkum hans hafa komið af vítalínunni.

Bjarki Már fær leikmann Wetzlar í fangið. vísir/getty

Bjarki skoraði sjö mörk í sigri á Wetzlar, 28-32, í 1. umferðinni og sex mörk í tapi fyrir Magdeburg, 24-32, í 2. umferðinni.

Í þriðju umferðinni skoraði hann tíu mörk í tapi fyrir Melsungen, 26-23, og í síðustu umferð skoraði hann sjö mörk þegar Lemgo tapaði fyrir Hannover-Burgdorf, 26-36.

Bjarki hefur leikið í Þýskalandi síðan 2013. Hann var tvö ár í herbúðum Eisenach og svo fjögur ár hjá Füchse Berlin.

Bjarki var markahæstur í þýsku B-deildinni tímabilið 2014-15. Hann hefur mest skorað 119 mörk á einu tímabili í þýsku úrvalsdeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.