Sonur Gary Lineker nærri því myrtur á fótboltaleik í Afríku Anton Ingi Leifsson skrifar 11. september 2019 12:00 Gary Lineker er þekktur sjónvarpsmaður. vísir/getty Gary Lineker, fyrrum enskur landsliðsmaður og núverandi sjónvarpsmaður, hefur greint frá því að sonur hans, Harry, lét nærri því lífið á knattspyrnuleik í Afríku á dögunum. Hinn 25 ára gamli Harry var á leik Síerra Leóne og Líberú í undankeppni HM 2022 þann 8. september. Líbería vann fyrri leikinn 3-1 og Síerra Leóne komst yfir í síðari leiknum. Þeir þurftu því einungis eitt mark í viðbót til þess að tryggja sig áfram og fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir klúðruðu henni hins vegar og allt ætlaði um koll að keyra. Áhorfendur strunsuðu inn á völlinn en Gary Lineker ræddi um þetta í hlaðvarpsþætti sínum, Behind Closed Doors, þar sem hann ræðir málin með Danny Baker, grínista og fjölmiðlamanni. „Þú veist að sonur minn Harry, sem sér yfirleitt um að vinna þáttinn, er ekki hérna núna. Hann var í Afríku að taka upp í Síerra Leóne og vann í nokkra daga í kringum leikinn þeirra gegn Líberíu,“ sagði Gary og hélt áfram: „Harry var næstum því myrtur. Þetta var óhugnanlegt atvik. Það urðu óeirðir. Það var allt vitlaust. Þeir réðust inn á völlinn og voru að henda steinum.“ Gary stýrir einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bretlands en hann stýrir þættinum Match of the Day þar sem farið er yfir leikina í enska boltanum. „Hann var með myndatökumanninum en eftir innrásina töpuðu þeir hvorum öðrum og hann hljóp inn í leikmannagönginn. Þegar hann kom þangað þá komu allir stuðningsmennirnir þangað þar sem var ráðist á hann.“ „Þeir rifu allt af honum og tóku símann hans og allt sem hann hafði í vösunum. Hann var hræddur. Hann hélt að hann hafi séð hníf og hann hélt að þeir yrðu myndu stinga hann.“Gary Lineker's son Harry nearly killed after being attacked in football riots in Sierra Leone https://t.co/fTqEHt2SWupic.twitter.com/nw2E43Em2c — Daily Mirror (@DailyMirror) September 11, 2019 „Það var vopnaður öryggisvörður með skjöld sem Harry faldi sig á bakvið. Hann var þarna um nokkra stund og þessi maður bjargaði lífi hans með því að koma honum inn í eitt herbergið.“ „Ég frétti þetta í gærkvöldi og ég var andvaka hálfa nóttina. Hann er í lagi og er á heimleið. Þetta var síðasti dagurinn og hann er í lagi. Ég vil ekki vera dramadrottning.“ „Hann er ekki með símann sinn svo hann hringdi í gegnum FaceTime er hann komst aftur upp á hótel. Hann sagðist vera skelkaður en í lagi,“ sagði Lineker eldri að lokum. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira
Gary Lineker, fyrrum enskur landsliðsmaður og núverandi sjónvarpsmaður, hefur greint frá því að sonur hans, Harry, lét nærri því lífið á knattspyrnuleik í Afríku á dögunum. Hinn 25 ára gamli Harry var á leik Síerra Leóne og Líberú í undankeppni HM 2022 þann 8. september. Líbería vann fyrri leikinn 3-1 og Síerra Leóne komst yfir í síðari leiknum. Þeir þurftu því einungis eitt mark í viðbót til þess að tryggja sig áfram og fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir klúðruðu henni hins vegar og allt ætlaði um koll að keyra. Áhorfendur strunsuðu inn á völlinn en Gary Lineker ræddi um þetta í hlaðvarpsþætti sínum, Behind Closed Doors, þar sem hann ræðir málin með Danny Baker, grínista og fjölmiðlamanni. „Þú veist að sonur minn Harry, sem sér yfirleitt um að vinna þáttinn, er ekki hérna núna. Hann var í Afríku að taka upp í Síerra Leóne og vann í nokkra daga í kringum leikinn þeirra gegn Líberíu,“ sagði Gary og hélt áfram: „Harry var næstum því myrtur. Þetta var óhugnanlegt atvik. Það urðu óeirðir. Það var allt vitlaust. Þeir réðust inn á völlinn og voru að henda steinum.“ Gary stýrir einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bretlands en hann stýrir þættinum Match of the Day þar sem farið er yfir leikina í enska boltanum. „Hann var með myndatökumanninum en eftir innrásina töpuðu þeir hvorum öðrum og hann hljóp inn í leikmannagönginn. Þegar hann kom þangað þá komu allir stuðningsmennirnir þangað þar sem var ráðist á hann.“ „Þeir rifu allt af honum og tóku símann hans og allt sem hann hafði í vösunum. Hann var hræddur. Hann hélt að hann hafi séð hníf og hann hélt að þeir yrðu myndu stinga hann.“Gary Lineker's son Harry nearly killed after being attacked in football riots in Sierra Leone https://t.co/fTqEHt2SWupic.twitter.com/nw2E43Em2c — Daily Mirror (@DailyMirror) September 11, 2019 „Það var vopnaður öryggisvörður með skjöld sem Harry faldi sig á bakvið. Hann var þarna um nokkra stund og þessi maður bjargaði lífi hans með því að koma honum inn í eitt herbergið.“ „Ég frétti þetta í gærkvöldi og ég var andvaka hálfa nóttina. Hann er í lagi og er á heimleið. Þetta var síðasti dagurinn og hann er í lagi. Ég vil ekki vera dramadrottning.“ „Hann er ekki með símann sinn svo hann hringdi í gegnum FaceTime er hann komst aftur upp á hótel. Hann sagðist vera skelkaður en í lagi,“ sagði Lineker eldri að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Sjá meira