Sonur Gary Lineker nærri því myrtur á fótboltaleik í Afríku Anton Ingi Leifsson skrifar 11. september 2019 12:00 Gary Lineker er þekktur sjónvarpsmaður. vísir/getty Gary Lineker, fyrrum enskur landsliðsmaður og núverandi sjónvarpsmaður, hefur greint frá því að sonur hans, Harry, lét nærri því lífið á knattspyrnuleik í Afríku á dögunum. Hinn 25 ára gamli Harry var á leik Síerra Leóne og Líberú í undankeppni HM 2022 þann 8. september. Líbería vann fyrri leikinn 3-1 og Síerra Leóne komst yfir í síðari leiknum. Þeir þurftu því einungis eitt mark í viðbót til þess að tryggja sig áfram og fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir klúðruðu henni hins vegar og allt ætlaði um koll að keyra. Áhorfendur strunsuðu inn á völlinn en Gary Lineker ræddi um þetta í hlaðvarpsþætti sínum, Behind Closed Doors, þar sem hann ræðir málin með Danny Baker, grínista og fjölmiðlamanni. „Þú veist að sonur minn Harry, sem sér yfirleitt um að vinna þáttinn, er ekki hérna núna. Hann var í Afríku að taka upp í Síerra Leóne og vann í nokkra daga í kringum leikinn þeirra gegn Líberíu,“ sagði Gary og hélt áfram: „Harry var næstum því myrtur. Þetta var óhugnanlegt atvik. Það urðu óeirðir. Það var allt vitlaust. Þeir réðust inn á völlinn og voru að henda steinum.“ Gary stýrir einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bretlands en hann stýrir þættinum Match of the Day þar sem farið er yfir leikina í enska boltanum. „Hann var með myndatökumanninum en eftir innrásina töpuðu þeir hvorum öðrum og hann hljóp inn í leikmannagönginn. Þegar hann kom þangað þá komu allir stuðningsmennirnir þangað þar sem var ráðist á hann.“ „Þeir rifu allt af honum og tóku símann hans og allt sem hann hafði í vösunum. Hann var hræddur. Hann hélt að hann hafi séð hníf og hann hélt að þeir yrðu myndu stinga hann.“Gary Lineker's son Harry nearly killed after being attacked in football riots in Sierra Leone https://t.co/fTqEHt2SWupic.twitter.com/nw2E43Em2c — Daily Mirror (@DailyMirror) September 11, 2019 „Það var vopnaður öryggisvörður með skjöld sem Harry faldi sig á bakvið. Hann var þarna um nokkra stund og þessi maður bjargaði lífi hans með því að koma honum inn í eitt herbergið.“ „Ég frétti þetta í gærkvöldi og ég var andvaka hálfa nóttina. Hann er í lagi og er á heimleið. Þetta var síðasti dagurinn og hann er í lagi. Ég vil ekki vera dramadrottning.“ „Hann er ekki með símann sinn svo hann hringdi í gegnum FaceTime er hann komst aftur upp á hótel. Hann sagðist vera skelkaður en í lagi,“ sagði Lineker eldri að lokum. Enski boltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Gary Lineker, fyrrum enskur landsliðsmaður og núverandi sjónvarpsmaður, hefur greint frá því að sonur hans, Harry, lét nærri því lífið á knattspyrnuleik í Afríku á dögunum. Hinn 25 ára gamli Harry var á leik Síerra Leóne og Líberú í undankeppni HM 2022 þann 8. september. Líbería vann fyrri leikinn 3-1 og Síerra Leóne komst yfir í síðari leiknum. Þeir þurftu því einungis eitt mark í viðbót til þess að tryggja sig áfram og fengu vítaspyrnu í uppbótartíma. Þeir klúðruðu henni hins vegar og allt ætlaði um koll að keyra. Áhorfendur strunsuðu inn á völlinn en Gary Lineker ræddi um þetta í hlaðvarpsþætti sínum, Behind Closed Doors, þar sem hann ræðir málin með Danny Baker, grínista og fjölmiðlamanni. „Þú veist að sonur minn Harry, sem sér yfirleitt um að vinna þáttinn, er ekki hérna núna. Hann var í Afríku að taka upp í Síerra Leóne og vann í nokkra daga í kringum leikinn þeirra gegn Líberíu,“ sagði Gary og hélt áfram: „Harry var næstum því myrtur. Þetta var óhugnanlegt atvik. Það urðu óeirðir. Það var allt vitlaust. Þeir réðust inn á völlinn og voru að henda steinum.“ Gary stýrir einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bretlands en hann stýrir þættinum Match of the Day þar sem farið er yfir leikina í enska boltanum. „Hann var með myndatökumanninum en eftir innrásina töpuðu þeir hvorum öðrum og hann hljóp inn í leikmannagönginn. Þegar hann kom þangað þá komu allir stuðningsmennirnir þangað þar sem var ráðist á hann.“ „Þeir rifu allt af honum og tóku símann hans og allt sem hann hafði í vösunum. Hann var hræddur. Hann hélt að hann hafi séð hníf og hann hélt að þeir yrðu myndu stinga hann.“Gary Lineker's son Harry nearly killed after being attacked in football riots in Sierra Leone https://t.co/fTqEHt2SWupic.twitter.com/nw2E43Em2c — Daily Mirror (@DailyMirror) September 11, 2019 „Það var vopnaður öryggisvörður með skjöld sem Harry faldi sig á bakvið. Hann var þarna um nokkra stund og þessi maður bjargaði lífi hans með því að koma honum inn í eitt herbergið.“ „Ég frétti þetta í gærkvöldi og ég var andvaka hálfa nóttina. Hann er í lagi og er á heimleið. Þetta var síðasti dagurinn og hann er í lagi. Ég vil ekki vera dramadrottning.“ „Hann er ekki með símann sinn svo hann hringdi í gegnum FaceTime er hann komst aftur upp á hótel. Hann sagðist vera skelkaður en í lagi,“ sagði Lineker eldri að lokum.
Enski boltinn Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira