Handbolti

Seinni bylgjan í opinni dagskrá í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir stýrir Seinni bylgjunni.
Henry Birgir stýrir Seinni bylgjunni. vísir/vilhelm

Seinni bylgjan, uppgjörsþáttur um Olís-deildirnar í handbolta, verður í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld.

Þátturinn hefst klukkan 21:15, skömmu eftir að stórleik FH og Selfoss lýkur.

Í þættinum verður farið yfir 1. umferð Olís-deildar karla sem lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Auk leiks FH og Selfoss mætast Haukar og nýliðar HK á Ásvöllum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:30.

Henry Birgir Gunnarsson stýrir Seinni bylgjunni og sérfræðingar í kvöld verða Halldór Sigfússon, Logi Geirsson og Ágúst Jóhannsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.