Verður þú sjúklingurinn sem lendir í ruslflokki? Þorgerður Sigurðardóttir skrifar 12. september 2019 13:28 Fyrir síðustu þingkosningar var uppi hávær krafa í samfélaginu um nauðsyn þess að draga úr greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Umræðan var það hávær að flestir stjórnmálaflokkar gerðu það að sínu loforði að gera eitthvað í málinu. Það varð alla vega úr að núverandi ríkisstjórn, með ráðherra Vinstri-grænna í heilbrigðismálum, stökkbreytti greiðslufyrirkomulaginu. Við sem vorum eldri en tvævetra í þjónustu og rekstri endurhæfingar litum hvert á annað og spurðum: „Á þetta á nú eftir að koma í hausinn á okkur?“ Og: „Hvernig á nú að fjármagna þetta nýja kerfi?“ Gamla kerfið fyrir árið 2017: Skjólstæðingur með langa sögu um brjósklos og 5 aðgerðir á mjóbaki fær þau svör hjá sínum lækni að ekki sé valmöguleiki að fara í aðra aðgerð en ráðleggur sjúkraþjálfun til að halda sér gangandi. Það er ekki val hjá honum að vera ekki á vinnumarkaði svo hann fær sína sjúkraþjálfun. Það gengur vel og hann heldur sér í vinnu. Kostnaður viðkomandi fyrir sjúkraþjálfun, sem náði yfir mikinn hluta ársins í gamla greiðslukerfinu, hljóp á tugum þúsunda og fór sennilega yfir eitthundrað þúsund krónur. Á þessum árum var greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga í sjúkraþjálfun ekki tengd öðrum kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Í nýja kerfinu í dag er þak á greiðslum almennings fyrir heilbrigðisþjónustu, þar með talið sjúkraþjálfun, tæplega 74.000 kr. á ári fyrir fullgreiðandi einstaklinga og mun minna fyrir aldraða og öryrkja, og börnin fá þjónustuna fría. Einstaklingar sem þurfa að koma reglulega til sjúkraþjálfara greiða aðeins fyrir fyrstu tímana og síðan er oftast ekkert greitt það sem eftir lifir mánaðar. Og ef einstaklingur hefur farið til læknis eða í myndgreiningu er viðkomandi stundum á núllinu því hann er búinn að greiða það sem honum ber skv. kerfinu fyrir þann mánuð. Það gefur auga leið að það kostar fjármuni að halda þessu kerfi gangandi. Einstaklingum sem leita sér aðstoðar sjúkraþjálfara hefur fjölgað og engin furða. Það sem undrar okkur sjúkraþjálfara er að þeir sem stýra skútunni hafi ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar núverandi kerfi var komið á. Og nú sitja sjúkraþjálfarar í súpunni með sínar skuldbindingar ef fer sem horfir og næsta víst að margir okkar skjólstæðinga munu líka sitja í súpunni með okkur. Við tökum undir að ekki er hægt að hafa kostnað i heilbrigðiskerfinu opinn reikning en hvaða aðferð á að nota til að stjórna þessu flæði fjár út úr kassanum? Svarið frá löggjafanum, ráðherra heilbrigðismála og Sjúkratryggingum er útboð. Hvað býður það upp á? Það má velta því fyrir sér hvernig á að meta hver þarf þjónustuna og hverjir lendi í ruslflokki. Það má telja eðlilegt og sjálfsagt að ákveðnir hópar njóti forgangs og þeir hafa gert það. Þjónusta við marga einstaklinga sem falla undir lýsingu Ríkiskaupa er þung og þarfnast tíma. Mun þetta kerfi tryggja aukin gæði og þjónustu? Ég held ekki en spyrja má hvort stjórnendum heilbrigðismála sé kannski slétt sama um það. Og hvað gerist með þá sem lenda í ruslflokki? Það lítur út fyrir að til verði tvöfalt kerfi fyrir borgara þessa lands. Dæmi: Afreksíþróttamaður sem gerir okkur Íslendinga stolta á stórum stundum sækir sér sérfræðiþjónustu sjúkraþjálfara reglulega vegna meiðsla og til forvarna. Er hann ekki að detta í ruslflokk? Hvað með grunnskólakennarann, konuna sem þjáist af þvagleka og blöðrusigi og þarf hjálp til að geta unnið án vandræða og vill gjarnan hlaupa sér til heilsubótar. Dettur hún í ruslflokk eða hlýtur hún náð fyrir augum þess sem metur hvort vinna sjúkraþjálfarans sé að halda henni vinnufærri. Hvað með unga manninn sem var að ljúka námi í múrararaiðn og lenti í því að bíll keyrði aftan á hans bíl svo af hlaust alvarlegur hálshnykkur? Sjúkraþjálfarinn hjálpar honum að ná jafnvægi og styrk aftur en fær hann nokkuð niðurgreiðslu þar sem hann var ekki kominn á vinnumarkað? Hvað með unglinginn sem er í menntaskóla og er með mikil einkenni í stoðkerfinu vegna lélegrar setstöðu, snjalltækjanotkunar og töskuburðar? Þurfa slíkir einstaklingar að greiða fyrir þjónustuna sjálfir? Hvernig á að meta þjáningu eða skerðingu á lífsgæðum í þessu nýja kerfi? Hvað þýðir að vera sjúkratryggður á Íslandi í dag? Það er pólitískt mál hvernig þessum spurningum er svarað og stefnumótun sem snýr að Alþingi Íslendinga, en að selja „sjúklinga“ ætti ekki að vera hluti af þeirri vinnu. Ég held að við sjúkraþjálfarar viljum ekki taka þátt í því að flokka fólk svona í hópa og búa til tvöfalt kerfi. Mér þykir það að minnsta kosti ekki eftirsóknarvert hlutskipti. Spyrja má hvort ásókn í örorkumat aukist ef einhverjir freista þess að komast úr ruslflokknum til að létta á greiðslubyrðinni. Það er engin yfirbygging á rekstri sjúkraþjálfunarstöðva, sjúkraþjálfun er grunnþjónusta sem er mikils virði fyrir samfélagið. Mér finnst við gera gagn á hverjum degi og er það mikil blessun. Ég ætla að halda áfram að leita leiða til að gera gagn, reka mitt fyrirtæki með mínu frábæra samstarfsfólki sem á hverjum degi veitir framúrskarandi þjónustu sem skiptir máli. Mér hugnast ekki að taka þátt í því að flokka „sjúklinga“ og búa til tvöfalt kerfi.Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Þorgerður Sigurðardóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu þingkosningar var uppi hávær krafa í samfélaginu um nauðsyn þess að draga úr greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu. Umræðan var það hávær að flestir stjórnmálaflokkar gerðu það að sínu loforði að gera eitthvað í málinu. Það varð alla vega úr að núverandi ríkisstjórn, með ráðherra Vinstri-grænna í heilbrigðismálum, stökkbreytti greiðslufyrirkomulaginu. Við sem vorum eldri en tvævetra í þjónustu og rekstri endurhæfingar litum hvert á annað og spurðum: „Á þetta á nú eftir að koma í hausinn á okkur?“ Og: „Hvernig á nú að fjármagna þetta nýja kerfi?“ Gamla kerfið fyrir árið 2017: Skjólstæðingur með langa sögu um brjósklos og 5 aðgerðir á mjóbaki fær þau svör hjá sínum lækni að ekki sé valmöguleiki að fara í aðra aðgerð en ráðleggur sjúkraþjálfun til að halda sér gangandi. Það er ekki val hjá honum að vera ekki á vinnumarkaði svo hann fær sína sjúkraþjálfun. Það gengur vel og hann heldur sér í vinnu. Kostnaður viðkomandi fyrir sjúkraþjálfun, sem náði yfir mikinn hluta ársins í gamla greiðslukerfinu, hljóp á tugum þúsunda og fór sennilega yfir eitthundrað þúsund krónur. Á þessum árum var greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga í sjúkraþjálfun ekki tengd öðrum kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Í nýja kerfinu í dag er þak á greiðslum almennings fyrir heilbrigðisþjónustu, þar með talið sjúkraþjálfun, tæplega 74.000 kr. á ári fyrir fullgreiðandi einstaklinga og mun minna fyrir aldraða og öryrkja, og börnin fá þjónustuna fría. Einstaklingar sem þurfa að koma reglulega til sjúkraþjálfara greiða aðeins fyrir fyrstu tímana og síðan er oftast ekkert greitt það sem eftir lifir mánaðar. Og ef einstaklingur hefur farið til læknis eða í myndgreiningu er viðkomandi stundum á núllinu því hann er búinn að greiða það sem honum ber skv. kerfinu fyrir þann mánuð. Það gefur auga leið að það kostar fjármuni að halda þessu kerfi gangandi. Einstaklingum sem leita sér aðstoðar sjúkraþjálfara hefur fjölgað og engin furða. Það sem undrar okkur sjúkraþjálfara er að þeir sem stýra skútunni hafi ekkert vitað hvað þeir voru að gera þegar núverandi kerfi var komið á. Og nú sitja sjúkraþjálfarar í súpunni með sínar skuldbindingar ef fer sem horfir og næsta víst að margir okkar skjólstæðinga munu líka sitja í súpunni með okkur. Við tökum undir að ekki er hægt að hafa kostnað i heilbrigðiskerfinu opinn reikning en hvaða aðferð á að nota til að stjórna þessu flæði fjár út úr kassanum? Svarið frá löggjafanum, ráðherra heilbrigðismála og Sjúkratryggingum er útboð. Hvað býður það upp á? Það má velta því fyrir sér hvernig á að meta hver þarf þjónustuna og hverjir lendi í ruslflokki. Það má telja eðlilegt og sjálfsagt að ákveðnir hópar njóti forgangs og þeir hafa gert það. Þjónusta við marga einstaklinga sem falla undir lýsingu Ríkiskaupa er þung og þarfnast tíma. Mun þetta kerfi tryggja aukin gæði og þjónustu? Ég held ekki en spyrja má hvort stjórnendum heilbrigðismála sé kannski slétt sama um það. Og hvað gerist með þá sem lenda í ruslflokki? Það lítur út fyrir að til verði tvöfalt kerfi fyrir borgara þessa lands. Dæmi: Afreksíþróttamaður sem gerir okkur Íslendinga stolta á stórum stundum sækir sér sérfræðiþjónustu sjúkraþjálfara reglulega vegna meiðsla og til forvarna. Er hann ekki að detta í ruslflokk? Hvað með grunnskólakennarann, konuna sem þjáist af þvagleka og blöðrusigi og þarf hjálp til að geta unnið án vandræða og vill gjarnan hlaupa sér til heilsubótar. Dettur hún í ruslflokk eða hlýtur hún náð fyrir augum þess sem metur hvort vinna sjúkraþjálfarans sé að halda henni vinnufærri. Hvað með unga manninn sem var að ljúka námi í múrararaiðn og lenti í því að bíll keyrði aftan á hans bíl svo af hlaust alvarlegur hálshnykkur? Sjúkraþjálfarinn hjálpar honum að ná jafnvægi og styrk aftur en fær hann nokkuð niðurgreiðslu þar sem hann var ekki kominn á vinnumarkað? Hvað með unglinginn sem er í menntaskóla og er með mikil einkenni í stoðkerfinu vegna lélegrar setstöðu, snjalltækjanotkunar og töskuburðar? Þurfa slíkir einstaklingar að greiða fyrir þjónustuna sjálfir? Hvernig á að meta þjáningu eða skerðingu á lífsgæðum í þessu nýja kerfi? Hvað þýðir að vera sjúkratryggður á Íslandi í dag? Það er pólitískt mál hvernig þessum spurningum er svarað og stefnumótun sem snýr að Alþingi Íslendinga, en að selja „sjúklinga“ ætti ekki að vera hluti af þeirri vinnu. Ég held að við sjúkraþjálfarar viljum ekki taka þátt í því að flokka fólk svona í hópa og búa til tvöfalt kerfi. Mér þykir það að minnsta kosti ekki eftirsóknarvert hlutskipti. Spyrja má hvort ásókn í örorkumat aukist ef einhverjir freista þess að komast úr ruslflokknum til að létta á greiðslubyrðinni. Það er engin yfirbygging á rekstri sjúkraþjálfunarstöðva, sjúkraþjálfun er grunnþjónusta sem er mikils virði fyrir samfélagið. Mér finnst við gera gagn á hverjum degi og er það mikil blessun. Ég ætla að halda áfram að leita leiða til að gera gagn, reka mitt fyrirtæki með mínu frábæra samstarfsfólki sem á hverjum degi veitir framúrskarandi þjónustu sem skiptir máli. Mér hugnast ekki að taka þátt í því að flokka „sjúklinga“ og búa til tvöfalt kerfi.Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar