Sport

Andstæðingur Gunnars hætti við bardagann vegna meiðsla

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Forráðamenn UFC þurfa að hafa hraðar hendur í að finna nýjan andstæðing handa Gunnari
Forráðamenn UFC þurfa að hafa hraðar hendur í að finna nýjan andstæðing handa Gunnari vísir

Gunnar Nelson þarf nýjan mótherja fyrir UFC bardagakvöldið í Kaupmannahöfn í lok september eftir að Thiago Alves þurfti að draga sig úr keppni.

Bardagi Gunnars og Alves átti að vera einn af aðalbardögum kvöldsins í Kaupmannahöfn 28. september næst komandi.

Alves þurfti að hætta við bardagan vegna nýrnasteina. Hann verður frá æfingum út mánuðinn og vonast til þess að geta snúið aftur í búrið í lok árs.

Síðasti bardagi Gunnars var við Leon Edwards í mars þar sem Gunnar tapaði á dómaraúrskurði.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.