Körfubolti

Klámframleiðandi vill kaupa nafnið á heimavelli Miami Heat

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Svona sjá BangBros-menn fyrir sér heimavöll Heat í framtíðinni.
Svona sjá BangBros-menn fyrir sér heimavöll Heat í framtíðinni. mynd/instagram

Ef klámframleiðandinn BangBros nær sínu fram mun heimavöllur NBA-liðsins Miami Heat í framtíðinni heita The BBC.

Nafnarétturinn á heimavellinum er á lausu þar sem samningur Heat við American Airlines er runninn út.Forkólfar BangBros segja að þeim sé fullalvara með þessu tilboði og segjast þegar hafa boðið 10 milljónir dollara í nafnaréttinn fyrir næstu tíu ár. The BBC á að standa fyrir The Bang Bros Center. Ok.

Ekki hafa enn komið nein viðbrögð frá forráðamönnum Heat vegna þessa máls.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.