Handbolti

Aron og félagar töpuðu í Ungverjalandi | Elvar markahæstur hjá Skjern

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron skoraði þrjú mörk fyrir Barcelona gegn Pick Szeged.
Aron skoraði þrjú mörk fyrir Barcelona gegn Pick Szeged. vísir/getty

Pick Szeged vann Barcelona, 31-28, í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæmdu leikinn.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk úr sjö skotum fyrir Börsunga sem voru sjö mörkum undir í hálfleik, 18-11. Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með Szeged.

Skjern, sem Patrekur Jóhannesson stýrir, gerði jafntefli við Team Tvis Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni, 22-22.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur í liði Skjern ásamt Evind Tangen með fjögur mörk.

Björgvin Páll Gústavsson sat á bekknum hjá Skjern en hinn markvörður Skjern, hinn norski Robin Haug, fór mikinn og varði 19 skot (46%). Skjern er í 5. sæti deildarinnar með þrjú stig eftir þrjá leiki.

Rut Jónsdóttir skoraði þrjú mörk úr jafn mörgum skotum þegar Esbjerg bar sigurorð af Århus United, 29-22, í dönsku úrvalsdeildinni.

Esbjerg er með fullt hús stiga á toppi deildarinnar. Liðið varð danskur meistari á síðasta tímabili.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.