Justin Gaethje kláraði kúrekann í 1. lotu Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. september 2019 04:20 Justin Gaethje ósáttur með dómarann. Vísir/Getty UFC heimsótti Vancouver í Kanada í nótt þar sem þeir Justin Gaethje og Donald Cerrone mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn fór fram í léttvigt en þetta var fjórði bardaginn á árinu hjá Donald ‘Cowboy’ Cerrone. Mikil eftirvænting ríkti fyrir aðalbardaganum enda tveir skemmtilegir bardagamenn að mætast. Gaethje hefur orðið skynsamari bardagamaður á síðustu árum. Gaethje náði nokkrum gagnhöggum gegn stungu Cerrone og þá helst með yfirhandar hægri. Gaethje kýldi Cerrone niður með yfirhandar hægri og fylgdi því eftir með nokkrum höggum sem felldu Cerrone. Dómarinn var hikandi að stöðva bardagann en Gaethje kláraði bardagann með nokkrum höggum í viðbót í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje blótaði dómaranum fyrir að vera of seinn að stöðva bardagann. Þetta var þriðji sigur Gaethje í röð og hefur hann klárað þá alla í 1. lotu. Aðspurður um sinn næsta bardaga hafði Gaethje engan áhuga á að mæta Conor McGregor og vildi bara mæta alvöru bardagamönnum eins og léttvigtarmeistaranum Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Þeir Cerrone og Gaethje skildu sáttir að leikslokum enda var ekkert nema vinsemd og virðing á milli þeirra fyrir og eftir bardagann. Tristan Connelly var einn af sigurvegurum kvöldsins en hann sigraði Michel Pereira eftir dómaraákvörðun. Connelly tók bardagann með fimm daga fyrirvara og það í flokki fyrir ofan sig. Stuðullinn á sigri hjá Connelly var hár en hann lét það ekki hafa mikil áhrif á sig. Pereira dansaði inn í búrið og tók alls konar heljarstökk fram og til baka í bardaganum til að skemmta áhorfendum. Allt þetta tók sinn toll á Pereira og var hann orðinn þreytulegur þegar 1. lota var rétt svo hálfnuð. Connelly varð betri eftir því sem á leið en Pereira hélt áfram að gefa eftir. Connelly sigraði eftir dómaraákvörðun við mikinn fögnuð áhorfenda. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00 Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
UFC heimsótti Vancouver í Kanada í nótt þar sem þeir Justin Gaethje og Donald Cerrone mættust í aðalbardaga kvöldsins. Bardaginn fór fram í léttvigt en þetta var fjórði bardaginn á árinu hjá Donald ‘Cowboy’ Cerrone. Mikil eftirvænting ríkti fyrir aðalbardaganum enda tveir skemmtilegir bardagamenn að mætast. Gaethje hefur orðið skynsamari bardagamaður á síðustu árum. Gaethje náði nokkrum gagnhöggum gegn stungu Cerrone og þá helst með yfirhandar hægri. Gaethje kýldi Cerrone niður með yfirhandar hægri og fylgdi því eftir með nokkrum höggum sem felldu Cerrone. Dómarinn var hikandi að stöðva bardagann en Gaethje kláraði bardagann með nokkrum höggum í viðbót í gólfinu áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Gaethje blótaði dómaranum fyrir að vera of seinn að stöðva bardagann. Þetta var þriðji sigur Gaethje í röð og hefur hann klárað þá alla í 1. lotu. Aðspurður um sinn næsta bardaga hafði Gaethje engan áhuga á að mæta Conor McGregor og vildi bara mæta alvöru bardagamönnum eins og léttvigtarmeistaranum Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson. Þeir Cerrone og Gaethje skildu sáttir að leikslokum enda var ekkert nema vinsemd og virðing á milli þeirra fyrir og eftir bardagann. Tristan Connelly var einn af sigurvegurum kvöldsins en hann sigraði Michel Pereira eftir dómaraákvörðun. Connelly tók bardagann með fimm daga fyrirvara og það í flokki fyrir ofan sig. Stuðullinn á sigri hjá Connelly var hár en hann lét það ekki hafa mikil áhrif á sig. Pereira dansaði inn í búrið og tók alls konar heljarstökk fram og til baka í bardaganum til að skemmta áhorfendum. Allt þetta tók sinn toll á Pereira og var hann orðinn þreytulegur þegar 1. lota var rétt svo hálfnuð. Connelly varð betri eftir því sem á leið en Pereira hélt áfram að gefa eftir. Connelly sigraði eftir dómaraákvörðun við mikinn fögnuð áhorfenda. Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00 Mest lesið Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Í beinni: Haukar - Njarðvík | Úrslitaeinvígið hefst Í beinni: Tottenham - Bodö/Glimt | Norsararnir mættir til Lundúna Í beinni: Real Betis - Fiorentina | Albert í Andalúsíu Í beinni: Djurgården - Chelsea | Bláir í Stokkhólmi Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Sjá meira
Ávísun á fjör í Kanada í nótt UFC er með bardagakvöld í Vancouver í Kanada í nótt. Þeir Donald Cerrone og Justin Gaethje mætast í aðalbardaga kvöldsins en það þarf ekki annað en að nefna þessa menn á nafn til að gera bardagaaðdáendur spennta. 14. september 2019 09:00