Handbolti

Íslendingarnir skiluðu fjórum mörkum í jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Daníel Þór Ingason er á sínu fyrsta ári í dönsku úrvalsdeildinni
Daníel Þór Ingason er á sínu fyrsta ári í dönsku úrvalsdeildinni vísir/daníel

Íslendingarnir þrír sem leika með Ribe-Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta komu allir við sögu þegar liðið heimsótti Frederica í dag.

Rúnar Kárason skoraði tvö mörk en þeir Gunnar Steinn Jónsson og Daníel Þór Ingason gerðu sitt markið hvor þegar Ribe-Esbjerg gerði jafntefli. Rúnar var einnig stoðsendingahæstur Esbjerg manna með þrjár stoðsendingar. 

Lokatölur 29-29 eftir að staðan í leikhléi var einnig jöfn, 14-14.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.