Handbolti

Nýtti fyrstu 13 skotin sín á tímabilinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir er markahæstur í liði Aftureldingar á tímabilinu.
Birkir er markahæstur í liði Aftureldingar á tímabilinu. vísir/bára

Afturelding hefur farið vel af stað í Olís-deild karla og er með fullt hús stiga eftir tvo leiki.

Afturelding vann KA með minnsta mun, 28-27, í 1. umferðinni en í gær unnu Mosfellingar öruggan sigur á Stjörnumönnum, 22-30.

Birkir Benediktsson er markahæstur Mosfellinga á tímabilinu með 13 mörk.

Hann skoraði tíu mörk úr jafn mörgum skotum gegn KA. Birkir skoraði svo úr fyrstu þremur skotum sínum í leiknum gegn Stjörnunni og var því búinn að nýta fyrstu 13 skotin sín á tímabilinu. Ekki amalegt fyrir skyttu.

Birkir klikkaði loks á sínu fyrsta skoti á tímabilinu þegar Brynjar Darri Baldursson, markvörður Stjörnunni, varði frá honum á 39. mínútu í leiknum í Mýrinni.

Birkir spilaði reyndar ekki mikið í leiknum í gær. Hornamaðurinn Gestur Ólafur Ingvarsson leysti stöðu hægri skyttu með stæl og skoraði sex mörk.

Næsti leikur Aftureldingar er gegn Fram á sunnudaginn.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.