Handbolti

Einar Andri: Arnór skuldaði nokkra bolta

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Andri og strákarnir hans hafa unnið báða leiki sína í Olís-deildinni.
Einar Andri og strákarnir hans hafa unnið báða leiki sína í Olís-deildinni. vísir/bára
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var skiljanlega sáttur með sigurinn á Stjörnunni í Garðabænum í dag.Mosfellingar unnu nauman sigur á KA-mönnum í síðustu umferð, 28-27, þar sem Arnór Freyr Stefánsson varði víti undir lokin. Sigurinn í dag var öllu þægilegri en Afturelding vann með átta marka mun, 22-30.„Við spiluðum frábæra vörn og Arnór var flottur í markinu. Við spiluðum líka mjög góða vörn í síðasta leik en Arnór skuldaði nokkra bolta þótt hann hafi stolið fyrirsögnunum í lok síðasta leiks. Hann var frábær í dag,“ sagði Einar Andri.Afturelding var lengi í gang og um miðbik fyrri hálfleiks var liðið þremur mörkum undir, 7-4.„Við klikkuðum á nokkrum færum og ég hafði ekkert sérstaklega miklar áhyggjur. Mér fannst góð holning á liðinu. Fimm einn vörnin hjá þeim kom okkur aðeins á óvart en við fundum svo svör við henni,“ sagði Einar Andri.Afturelding var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og náði mest ellefu marka forskoti, 12-23.„Við töluðum um að byrja seinni hálfleikinn af krafti og þá gætum við farið langt með að klára þetta. Strákarnir brugðust mjög vel við því,“ sagði Einar Andri sem er að vonum sáttur með uppskeruna hingað til.„Ég er mjög ánægður. Við höfum mætt tveimur liðum sem var spáð í kringum okkur þannig að þetta eru stórir sigrar fyrir okkur.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.