Ólympískar skattahækkanir Katrín Atladóttir skrifar 19. september 2019 08:00 Frá árinu 2012 til 2018 hækkuðu skatttekjur Reykjavíkur um 48% umfram verðlag, eða 27,5 milljarða. Samt sem áður hafa skuldir borgarinnar aukist um 63% umfram verðlag, á fordæmalausum góðæristímum. Flestir skattar og opinber gjöld eru og hafa verið í leyfðu hámarki. Á þessu tímabili hafa mörg sveitarfélög ásamt íslenska ríkinu lækkað skuldir sínar. Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall tekna sinna til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins frá síðasta ári. Rekstrartekjur Reykjavíkur námu tæpum 120 milljörðum árið 2018, sem þýðir að borgin hafði rúmar 330 milljónir til ráðstöfunar hvern einasta dag ársins. Það virðist þó ekki nóg. Djúpir vasar Á fundi borgarstjórnar í byrjun september var samþykkt að skoða nánar tillögu Sósíalista um að leita til hinna sveitarfélaga landsins með það að markmiði að mynda samstöðu um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur með lögum frá Alþingi. Þrátt fyrir gríðarlegan tekjuvöxt leitast meirihluti borgarstjórnar eftir því að skattleggja íbúa borgarinnar enn frekar til að leysa rekstrarvandann, nú þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sem betur fer er ólíklegt að þessar hugmyndir verði að veruleika, enda standa flest sveitarfélög í landinu ágætlega vel að vígi. Þá ber að hafa í huga að mikil hækkun á fjármagnstekjuskatti myndi hafa ýmiss konar óæskileg áhrif, svo sem að draga úr sparnaði landsmanna. Fyrst og síðast er umhugsunarvert að ætla að skattleggja sig út úr rekstrarvanda. Þá er athyglisvert að Viðreisn, sem á tyllidögum þykist vera frjálslyndur flokkur, tekur fagnandi undir þetta nýsköpunarstarf í skattheimtu. Ef meirihlutinn gæti sýnt jafn mikla hugmyndaauðgi á kostnaðarhliðinni og á tekjuhliðinni, væri Reykjavík eflaust í glimrandi málum. En það er því miður ekki þannig. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Katrín Atladóttir Reykjavík Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Frá árinu 2012 til 2018 hækkuðu skatttekjur Reykjavíkur um 48% umfram verðlag, eða 27,5 milljarða. Samt sem áður hafa skuldir borgarinnar aukist um 63% umfram verðlag, á fordæmalausum góðæristímum. Flestir skattar og opinber gjöld eru og hafa verið í leyfðu hámarki. Á þessu tímabili hafa mörg sveitarfélög ásamt íslenska ríkinu lækkað skuldir sínar. Íbúar Reykjavíkur greiða hærra hlutfall tekna sinna til borgarinnar en íbúar annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt skýrslu Samtaka atvinnulífsins frá síðasta ári. Rekstrartekjur Reykjavíkur námu tæpum 120 milljörðum árið 2018, sem þýðir að borgin hafði rúmar 330 milljónir til ráðstöfunar hvern einasta dag ársins. Það virðist þó ekki nóg. Djúpir vasar Á fundi borgarstjórnar í byrjun september var samþykkt að skoða nánar tillögu Sósíalista um að leita til hinna sveitarfélaga landsins með það að markmiði að mynda samstöðu um að útsvar verði lagt á fjármagnstekjur með lögum frá Alþingi. Þrátt fyrir gríðarlegan tekjuvöxt leitast meirihluti borgarstjórnar eftir því að skattleggja íbúa borgarinnar enn frekar til að leysa rekstrarvandann, nú þegar kreppir að í efnahagslífinu. Sem betur fer er ólíklegt að þessar hugmyndir verði að veruleika, enda standa flest sveitarfélög í landinu ágætlega vel að vígi. Þá ber að hafa í huga að mikil hækkun á fjármagnstekjuskatti myndi hafa ýmiss konar óæskileg áhrif, svo sem að draga úr sparnaði landsmanna. Fyrst og síðast er umhugsunarvert að ætla að skattleggja sig út úr rekstrarvanda. Þá er athyglisvert að Viðreisn, sem á tyllidögum þykist vera frjálslyndur flokkur, tekur fagnandi undir þetta nýsköpunarstarf í skattheimtu. Ef meirihlutinn gæti sýnt jafn mikla hugmyndaauðgi á kostnaðarhliðinni og á tekjuhliðinni, væri Reykjavík eflaust í glimrandi málum. En það er því miður ekki þannig.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun