Biðlistar eftir húsnæði styttast á vakt VG Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 6. september 2019 10:13 Húsnæðismál og skortur á húsnæði hefur verið mikið vandamál allt frá hruni. Samkvæmt húsnæðisstefnu borgarinnar skal tryggja nægjanlegt framboð af stöðugu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í stöðuskýrslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2018 er bent á mikilvægi þess að auka framboð leiguhúsnæðis á eðlilegum kjörum á Íslandi. Félagslegum leiguíbúðum sveitarfélaga ber að tryggja einstaklingum og fjölskyldum með lágar tekjur öruggt húsnæði á boðlegum kjörum. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði lengdust til muna eftir efnahagshrunið 2008 þegar ófremdar ástand ríkti á húsnæðismarkaði. Á kjörtímabilinu 2014 - 2018 fjölgaði félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík um 400, og gera áætlanir borgarinnar ráð fyrir að fjölga þeim um 600 til viðbótar til ársins 2023. Tæplega áttatíu prósent alls félaglegs leiguhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavik, en þar búa rúmlega 56% íbúa svæðisins. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar fyrir hverja þúsund íbúa, en í Garðabæ er sama hlutfall um 2 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Ef hlutfall félagslegra leiguíbúða væri það sama í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjavík væru því um þúsund fleiri félagslegar leiguíbúðir á svæðinu en raunin er. Nú þegar hafa verið keyptar 82 ibúðir á fyrstu átta mánuðum ársins og gera áætlanir ráð fyrir að fjölga þeim um alls 125 til ársloka. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fengu alls 117 einstaklingar og fjölskyldur úthlutað félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík. Í ágúst var 31 ibúð úthlutað, eða einni á hverjum einasta degi. Umsækjendum á biðlista eftir félagslegu húsnæði hefur fækkað um rúm 20% frá sama tíma í fyrra. Núverandi áform um fjölgun íbúða byggja á ítarlegri þarfagreiningu sem er raunhæf í framkvæmd. Vinstri græn í borginni standa vaktina hér eftir sem hingað til og halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Elín Oddný Sigurðardóttir Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál og skortur á húsnæði hefur verið mikið vandamál allt frá hruni. Samkvæmt húsnæðisstefnu borgarinnar skal tryggja nægjanlegt framboð af stöðugu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Í stöðuskýrslu um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá árinu 2018 er bent á mikilvægi þess að auka framboð leiguhúsnæðis á eðlilegum kjörum á Íslandi. Félagslegum leiguíbúðum sveitarfélaga ber að tryggja einstaklingum og fjölskyldum með lágar tekjur öruggt húsnæði á boðlegum kjörum. Biðlistar eftir félagslegu húsnæði lengdust til muna eftir efnahagshrunið 2008 þegar ófremdar ástand ríkti á húsnæðismarkaði. Á kjörtímabilinu 2014 - 2018 fjölgaði félagslegum leiguíbúðum í Reykjavík um 400, og gera áætlanir borgarinnar ráð fyrir að fjölga þeim um 600 til viðbótar til ársins 2023. Tæplega áttatíu prósent alls félaglegs leiguhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er í Reykjavik, en þar búa rúmlega 56% íbúa svæðisins. Í Reykjavík eru um 20 félagslegar fyrir hverja þúsund íbúa, en í Garðabæ er sama hlutfall um 2 íbúðir á hverja þúsund íbúa. Ef hlutfall félagslegra leiguíbúða væri það sama í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjavík væru því um þúsund fleiri félagslegar leiguíbúðir á svæðinu en raunin er. Nú þegar hafa verið keyptar 82 ibúðir á fyrstu átta mánuðum ársins og gera áætlanir ráð fyrir að fjölga þeim um alls 125 til ársloka. Á fyrstu sjö mánuðum ársins fengu alls 117 einstaklingar og fjölskyldur úthlutað félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík. Í ágúst var 31 ibúð úthlutað, eða einni á hverjum einasta degi. Umsækjendum á biðlista eftir félagslegu húsnæði hefur fækkað um rúm 20% frá sama tíma í fyrra. Núverandi áform um fjölgun íbúða byggja á ítarlegri þarfagreiningu sem er raunhæf í framkvæmd. Vinstri græn í borginni standa vaktina hér eftir sem hingað til og halda áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar