Handbolti

Sjö mörk frá Guðmundi dugðu ekki til

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Guðmundur Hólmar í leik með WestWien
Guðmundur Hólmar í leik með WestWien vísir/getty
Stórleikur Guðmundar Hólmars Helgasonar fyrir WestWien dugði ekki til er liðið féll úr leik fyrir Achilles Bocholt í undankeppni EHF bikarsins í handbolta.

Achilles hafði unnið fyrri leikinn á heimavelli sínum með fjórum mörkum, 26-22. Því var ljóst að Guðmundur Hólmar og félagar þurftu að sækja í það minnsta fjögurra marka sigur.

Austurríska liðið var með yfirhöndina allan tíman en náði þó ekki að hrista gestina í Achilles almennilega af sér og varð munurinn aldrei meira en þrjú mörk.

Leiknum lauk með 25-22 sigri WestWien þar sem Guðmundur Hólmar var markahæstur með sjö mörk. Einvígið fór því 48-47 fyrir Achilles og WestWien er úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×