Tíminn drepinn Óttar Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2019 08:00 Ég las á dögunum viðtal við konu sem tekið var á 100 ára afmælisdaginn. Blaðamaðurinn spurði hverju hún vildi þakka þetta langlífi. Hún sagðist alltaf hafa haft nóg að gera. Þetta kemur heim og saman við orð gömlu konunnar í Brekkukotsannál, „iðjuleysi er upphaf alls ills og þar næst ferðalög“. Nútímafólk hefur ótrúlega mikinn tíma aflögu. Vinnutíminn hefur styst og tölvur og vélar létta fólki lífið. Menn eru sífellt að leita sér leiða til að drepa tímann með einhverri afþreyingu. Það er næsta algengt að tölvuleikjaáhugamenn sitji fyrir framan skjáinn 12-16 klst. í beit. Margir liggja yfir myndböndum og alls kyns skilaboðum á netinu löngum stundum. Afþreyingariðnaðurinn er öflugur enda er markaðurinn fyrir skemmtiefni ótakmarkaður. Fólk hefur aldrei ferðast meira, húsbílar og heitir pottar seljast eins og heitar lummur á útihátíð. Síminn með alla sína afþreyingu er besti vinur barna og unglinga. En þrátt fyrir alla þessa skemmtun er algengasta kvörtun fólks hjá geðlæknum og sálfræðingum tilgangsleysi tilverunnar og almennur leiði. Fólk hefur meiri tíma til að velta fyrir sér eigin tilvistarvandamálum og reynir að láta engan harm framhjá sér fara. Aldargamla konan lýsti því hvernig henni féll aldrei verk úr hendi. Hún bætti því við að sér hefði aldrei leiðst. Enginn veit hvort langar setur í tölvunni eru jafngildi venjulegrar vinnu og einhvern tíma í framtíðinni muni aldargamall tölvuleikjafíkill þakka leikjunum langlífi sitt. Vandamálið er að þegar menn verða of uppteknir af því að drepa tímann er hætt við því að tíminn drepi þá sjálfa úr leiðindum og tilgangsleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Heilsa Óttar Guðmundsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Ég las á dögunum viðtal við konu sem tekið var á 100 ára afmælisdaginn. Blaðamaðurinn spurði hverju hún vildi þakka þetta langlífi. Hún sagðist alltaf hafa haft nóg að gera. Þetta kemur heim og saman við orð gömlu konunnar í Brekkukotsannál, „iðjuleysi er upphaf alls ills og þar næst ferðalög“. Nútímafólk hefur ótrúlega mikinn tíma aflögu. Vinnutíminn hefur styst og tölvur og vélar létta fólki lífið. Menn eru sífellt að leita sér leiða til að drepa tímann með einhverri afþreyingu. Það er næsta algengt að tölvuleikjaáhugamenn sitji fyrir framan skjáinn 12-16 klst. í beit. Margir liggja yfir myndböndum og alls kyns skilaboðum á netinu löngum stundum. Afþreyingariðnaðurinn er öflugur enda er markaðurinn fyrir skemmtiefni ótakmarkaður. Fólk hefur aldrei ferðast meira, húsbílar og heitir pottar seljast eins og heitar lummur á útihátíð. Síminn með alla sína afþreyingu er besti vinur barna og unglinga. En þrátt fyrir alla þessa skemmtun er algengasta kvörtun fólks hjá geðlæknum og sálfræðingum tilgangsleysi tilverunnar og almennur leiði. Fólk hefur meiri tíma til að velta fyrir sér eigin tilvistarvandamálum og reynir að láta engan harm framhjá sér fara. Aldargamla konan lýsti því hvernig henni féll aldrei verk úr hendi. Hún bætti því við að sér hefði aldrei leiðst. Enginn veit hvort langar setur í tölvunni eru jafngildi venjulegrar vinnu og einhvern tíma í framtíðinni muni aldargamall tölvuleikjafíkill þakka leikjunum langlífi sitt. Vandamálið er að þegar menn verða of uppteknir af því að drepa tímann er hætt við því að tíminn drepi þá sjálfa úr leiðindum og tilgangsleysi.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar