Viðskipti innlent

Bíókóngur Íslands segir launatölurnar tóma lygi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Árni Samúelsson þekkir bíóheiminn á Íslandi út og inn.
Árni Samúelsson þekkir bíóheiminn á Íslandi út og inn. Fréttablaðið/pjetur

Árni Samúelsson, eigandi Sambíóanna og kvikmyndadreifingarfyrirtækisins Samfilm, virðist ekki par sáttur við umfjöllun um launakjör sín í fjölmiðlum.

Árni, sem var einn fárra yfirlýstra stuðningsmanna Donald Trump Bandaríkjaforseta hér á landi í forsetakosningunum vestan hafs árið 2016, grípur til þess að svara fyrir sig á samfélagsmiðlum. Eitthvað sem fáir kunna betur en Trump.

Fram kom í frétt DV um laun Árna að hann hefði verið með um 4,4 milljónir króna í mánaðarlaun í fyrra. Árni gefur lítið fyrir þessa tölu.

„Þetta er tóm lýgi sem þarna stendur um mig,“ segir Árni í ummælakerfinu við frétt DV um tekjur hans árið 2018. Svo mörg voru þau orð.

Árni hafði engan áhuga á að tjá sig frekar um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann í gær til að leita frekari skýringa á því hvað nákvæmlega rangt væri farið með.


Tengdar fréttir

Bíókóngur fagnar

Fjöldi ættingja, vina, samstarfs- og viðskiptafélaga bíókóngsins Árna Samúelssonar kom saman í Eymundsson á dögunum þegar útgáfu endurminninga Árna var fagnað. Í bókinni "Árni Sam - á fullu í 40 ár" er sagt frá ýmsum ævintýrum hans og uppátækjum eins og útvarpsrekstri, misheppnuðum tilraunum í sjónvarpsrekstri og baráttunni við Bakkus. Vöxtur og viðgangur Sam-bíóveldisins er stærsti hluti bókarinnar en Árni þurfti að berjast við ýmsar hindranir á veginum sem hann yfirsteig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
3,27
21
451.148
EIM
3,11
16
126.639
SIMINN
1,32
11
407.136
VIS
1,23
2
17.490
SKEL
1,12
10
157.458

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
-1,47
11
135.730
ICESEA
-0,7
1
5.247
MAREL
-0,51
7
42.442
ICEAIR
-0,41
7
4.404
ORIGO
0
7
56.197
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.